Morgunn - 01.06.1921, Síða 80
74
MORGTJNN
Niðurlagsorð.
Það skal tekið fraœ, til þess að forðast niisskilning,
að það, sem hór að framan er haft eftir Mr. Peters, var
ekki alt skrifað niður orðrétt; til þess var sá, er skrifaði
það, hvorki nógu snjall í ensku né hraðritun. Þessvegna
hefir líka dálitið fallið úr, en meiri hlutinn af orðum mið-
ilsins er samt án efa skrií'aður' orðrétt.
Um lýsinguna sem heild má ef til vill segja það, að
meiri hlutinn sé svo óákveðið og alment orðaðUr, að hann
8é litils virði. Nokkur atriði eru líka beinlínis röng. Þrátt
fyrir það íinst okkur ekki unt að mæla móti því, að lik-
urnar fyrir einhverskonar yíirvenjulegri skynjun eru mjög
sterkar, þegar öll atriðin eru tekin tii greina.
Um prettí getur ekki verið að tala. Mr. Peters var
nýkominn hingað til landsins og kunni ekki neit’t í ís-
lenzku, svo að hann getur ekki hafa afiað sér upplýsinga
um okkur eða skyldmenni okkar og kunningja fyrir fram,
einkanlega þar eð hann gat ekki vitað, hvaða hluti við
myndum koma með. Við sögðum honum heldur ekki
neitt annað en þau tilsvör okkar, sem koma fram í skýrsl-
unni hér að framan.
Ef ekki væri uin neina yíirvenjule'ga hæfileika að
ræða hjá miðlinum, þá væri óneitanlega væntanlegast að
flest myndi hann segja rangt. En '(það er undantekning,
að hann fari með rangt mál. Flest er nokkurn veginn
rétt, þótt það geti oft átt við ýmsa aðra en þann, sem
um er að ræða. En svo eru nokkur atriði, sem er alveg
ómögulegt að hugsa sér að væru fram boiin af handa-
hófi. Og þau verða að engu ómerkari, þótt með þeim só
ýmislegt, sem er lítils virði, og nokkrar villur.
En hvað sanna þessi atriði? Sanna þau nokkurn hlut?
Það er undir því komið, hvað menn eiga við, þegar þeir
tala um »söunun«.
Próf. Agúst Bjarnason segir (Iðunn VI. bls. 112) að
vísindaleg sönnun skuli vera orsakarskýring. Ilvað sem
því líður, þurfum við áreiðanlega á orsakarskýringu að