Morgunn - 01.06.1921, Síða 81
MORGUNN
75
halda. Látum okkur þá athuga, hvaða orsakarskýringar
geta komið til greina hér.
Þær eru aðallega tvær. önnur er sú, að miðillinn
■hafi á einhvern hátt náð þeim fróðleik, sem lýaingarnar
bera með sér, úr vitundum lifandi manna. Það nægir
ekki, þótt hann hefði getað sótt upplýsingar í undirvit-
undir okkar, sem viðstödd vorum. Flest hefði hann raun-
ar getað fengið þaðan. En einstöku atriði hefði hann
orðið að sækja til fjarstaddra manna, sem hann hafði
ekki hugmynd um að væri til, að þvi er menn skyldu
ætla. Það eru þess vegna eiginlega tvær getgátur, sem
þarf til þessarrar orsakarskýringar. Hún getur hvorki
talizt »sönnun« né »sönnuð*.
Hin orsakarskýringin er sú, að miðillinn sé með ein-
hverjum hætti i sambandi við anda framliðinna manna og
fái fróðleik sinn frá þeim. Það skal tekið fram strax, að
menn vita ekkert um það, með hvaða hætti þetta mætti
verða, en það vita þeir heldur ekki um fyrri skýringuna,
nema síður sé. Ef menn aðhyllast þessa siðari orsakar-
skýringu, þá þurfa þeir aðeins eina getgátu (um samband
við framliðna menn), þótt hugskeyti milli lifandi manna
geti einnig komið til mála, sem viðbótarskýring.
Þeir, sem deila nú um það, hvort samband við fram-
liðna menn sé sannað eða ekki, deila venjulega um það,
hvora af þessum tveimur orsakarskýringum skuli hafa til
þess að skýra ýms »dularfull fyrirbrigði«. Margir góðir
vísindamenn, sem liafa kynt sér málið, álíta, að kenning-
unni um samband við framliðna menn verði eklti liafnað
af skynsamlegu viti.
Það gerir fjarhrifakenninguna ósennilegasta, að auk
þess að undirvitundin þyrfti að vera þeim undraverðu hæfi-
leikum búin, að geta »fiskað« hverskonar fróðleik upp úr
undirvitund fjarverandi og óþektra manna, þá yrðu menn
einnig oft að álíta hana hafa svo ilt eðli, að hún reyudi
af fremsta megni að ljúga og svikja á hinti svívirðilegasta
og sárgrætilegasta hátt, tneð því ;ið leika andana og telja