Morgunn - 01.06.1921, Page 82
76
morgunn;
mönnum trú um tilvist þeirra.. Þessi kenning hefir það'
ekki heldur til síns ágætis, að hún sé skiljanlegri en kenn-
ingin um framhíildslifið; hinir fáránlegu hæfileikar, eem
menn hljóta þá að eigna undirvitundinni, eru einmitt
miklu óskiljanlegri. Ekki virðast samt allir sammála um
þetta ennþá, þótt undarlegt megi virðast.
Ýmsar af kenningum vísindanna, sem alment eru
taldar réttar, eru þess eðlis, að af tveím eða fleiri orsakar-
skýringum er tekin bú, sern nærstæðust þykir. Það virð-
ist þess vegna ekki auðvelt að sjá, hvaða mun er hægt að
gera á »sönnununum« fyrir framhaldslffinu og »vísinda-
legum« sönnunum.
Annars virðist það varla heppilega til orða tekið, að
segja að »sönnun« sé orsakarskýring, jafnvel þótt engum
öðrum orsökum geti verið til að dreifa. Það væri'senni-
lega betra að segja, að sönnunin fyrir orsakarskyringunni
sé sú staðreynd eða röksemd, sem bendir á þá einu skýr-'
ingu og veldur því, að aðrar orsakarskýringar geta alls
ekki komið til greina, geta ekki hugsast. En það má
lengi deila um það, hvað sé hugsanlegt eða ekki, og það
er hætt við að margar »vísindalegu« sannanirnar verði
ekki taldar fullkomnar í þessum skilningi.
Yngvi Jóhannesson. Jakob J. Smári.