Morgunn - 01.06.1921, Síða 90
84
MO BÖUNN
Við komum þá fyrst að ummælum Thanings, þess
prestsins, sem eg nefndi fyrst.
Það, sem mér finst einna eftirtektarverðaat i ummæl-
um hans, er ótrauðleikinn til að dæma aðra menn. Hann
fullyrðir, að öll skeytin handan að verði sér til minkunn-
ar með þeim hætti, að fyrir þau verði aldrei neinn nýr
né betri maður. Eg get ekki að því gert, að mér finst
þessi fullyrðing benda á frernur lélega almenna mentun
og minni andlegan þroska en búast megi við af kenni-
manni í kristinni kirkju. Það er á einskis manns færi
að fullyrða neitt um það, hvað valdið geti breyting á
hugarfari og lífsstefnu mannanna. Stundum virðast verða
til þess atvik, sem í okkar augum eru mjög lítilvæg,
margfalt smávægilegri en skeyti, sem mennirnir halda að
séu komin frá öðrum heimi — enda eru slíkir atburðir
engin smaræði, ef menn eru sannfærðir um, að svo sé í
raun og veru.
En auk þess er þessi fullyrðing með öllu fráleit fyrir
þá sök, að allir menn, sem nokkurt skyn bera á þessa
hreyfingu, vita það, hvort sem þeir eru henni að öðru
leyti meðmæltir eða andvígir, að hún hefir haft hin gagn-
gerðustu áhrif á fjölda manna víðsvegar um heiminn —
að hún hefir gert hrygga menn glaða og fylt léttúðuga.
menn alvöru, að hún hefir veitt breyskum mönnum styrk
til þess að leggjast gegn ástríðum sínum og vinna bug á
þeim, og að hún hefir gert vantrúaða menn trúaða.
Annað atriöi í ummælum þessa prests langar mig til
að minnast á. Það er alveg rétt, sem presturinn segir,
að kristindómurinn d að færa mönnum ráðningu á gátu
lífsins og dauðans, og hann á að flytja »lífið, sjálft eilífa
lífiðc. En hvernig hefir bonum gengið það, eins og hann
hefir verið alment boðaður að undanförnu ? Eg hefi ekki
heyrt getið um nokkurn prest svo hrokafullan út af kristin-
dómi kirkjunnar, að hann hafi dirfst að halda því fram,
að þetta hafi gengið vel. Við, sem lifað höfum ófriðar-
árin síðustu, ættum að geta gert gert okkur nokkura hug-