Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 92
86 MORGUNN
villukenning, sera þesBÍ danski prestur heldur fram, að
frelsarinn telji anda-opinberanir allsendis gagnslausar.
Eg kem þá að ummælunum eftir prestinn Olfert
Ricard. Að nokkuru leyti er það rétt hjá honum, að hin
mikla efling spíritismans á þessum tímum er styrjaldar-
fyrirbrigði, þó að spíritisminn væri vitanlega mjög að
eflast á undan styrjöldinni. En hún er styrjaldar-fyrir-
brigði í víðtækari merkingu en presturinn virðist hafa
gert sér grein fyrir.
Viðgangur spíritismans á vorum tímum stafar ekki
eingöngu af »andlegum þorsta eftir þekkingu á öðrum
heimi« umfram þá opinberun, sem kirkjan hefir tekið
gilda Hann stafar líka af meðvitundinni um það, að
kirkjan hafi reynst alveg ónýt, þegar á herti. Iiún gerði
jafnvel ekki neina tilraun til þess að afstýra ófriðnum —
sumpart af því að eitur hermenskunnar hafði læst sig
um limi hennar sjálfrar, sumpart af því að hún vissi það
vel, að hún var magnlaus, að engum datt í hug að taka
hennar erindi til greina. Og styrjöldin var rekin eins
og Kristur hefði aldrei komið í heiminn. Enginn glæpur
er til, sem ekki var framinn, og engum þeirra fékk kirkj-
an afstýrt. Þrátt fyrir allar kirkjurnar og alla prestana,
gat ástandið tæplega verið verra, þó að hin rammasta
heiðni hefði grúft yfir löndunum. Menn fóru að gefa
gætur að spiritismanum í öllum þessum voða, öllum þess-
um hörmungutn, öllum þessum óguðleik, og sannfærðust
um það, að ef spíritisminn liefði drotnað í veröldinni á
síðustu tímum, þá hefði enginn veraldar-ófriður orðið.
í þessum skilningi meðfram má segja, að spíritisminn sé
Btyrjaldar-fyrirbrigði.
Eg kem nú að þeim þremur aðalástæðum, sem þessi
prestur telur nægja til þess að trúaðir menn hafi ýmu-
gust á spiritismanum.
Um fyrstu ástæðuna get eg verið fáorður — bann
MóBelaga gegn því að leita frétta af framliðnum. Henni