Morgunn - 01.06.1921, Qupperneq 100
94
MORGUNN
þeim svefni. Annars er líf framliðinna manna að minata
kosti eins mikið vökulíf og starfslíf eins og okkar á jörð-
unni. Þeir vita, hvað þeir vilja, ekkert síður en við,
sennilega alloft mikið betur en við vitum, hvað við vilj-
um. Og áreiðanlegt er það, að einhver aragrúi af fram-
liðnum mönuum vill komast í samband við okkur hér á
jörðunni — ekki eingöngu i sömu erindum, sem tekið var
fram í dæmisögunni, heldur af hinni brýnustu þörf, ann-
aðhvort sjálfra þeirra eða einhverra, sem þeim er ant
um. Svo að því fer svo fjarri, að verið sé að sýna fram-
liðnum mönnum neinn ágang eða rangindi með samband-
inu frá okkar hálfu, að það er blátt áfram drengskapar-
bragð að lofa þeim að ná til okkar — eða öllu heldur
ódrengskapur að neita þeim um það
Þá er hin hliðin, sem dæmisagan nær ekki tíl. Þar
var ekki gert ráð fyrir, að allir eyjarskeggjar ættu að
fara til landsins, sem brottförnu mennirnir voru komnir
frá. Við eigum öll að fara inn á land framliðinna manna.
Börnin okkar eiga að fara það — þau, sem ekki eru þegar
farin það. Vinir okkar eiga að fara það. Allir menn á
jörðunni eiga að fara það. Allar fyrri kynslóðirnar hafa
farið það. Allar eftirkomandi kynslóðir eiga að fara það.
Og svo talar þessi guðfræðingur. og svo margir aðrir um
það, »að spurningafýsnin stjórnist eingöngu af óviðeigandi
forvitni«! Eigum við ekki að nefna hlutina réttum nöfn-
um? Eigum við ekki að koma okkur saman um að vera
hreinskilin? Eg finn hvöt hjá mér til þess að segja það
í kvöld frammi fyrir þessum inannsöfnuði, að mér finst
alt alíkt tal bera sterkan keim af ósvífni heimskunnar.
Svo fjarri lagi eru slíkir dómar um þrána eftir vitneskju
um það, sem allsherjar-vonir mannkynsins velta á.
Þá er síðara atriðið, sem þessi guðfræðingur heldur
fram. öllum á að geta komið saman um það, að spírit-
isminn, sem hann nefnir»þe88i ringluðu fyrirbrigði«, muni
hða undir lok, því að sú trú, sem eigi að flytja manns-