Morgunn - 01.06.1921, Page 106
100
MORGUNN
sízt þar sem það væri þá sjálfsagt orðið töluvert vanda-
verk, og gæti líka haft merkilegar afleiðingar.
Allar athafnir verða háleitar og heilagar, ef þær eru
framkvæmdar í þjónustu kærleikans og sannleikans —
líka sú að lyfta upp borðfæti. Það er heilög athöfn að
lyfta upp borðfæti, ef það er gert í því skyni að hugga
einhverja harmþrungna sál, létta af henni einhverri byrði,
fræða hana um eitthvað, sem henni er áríðandi að vita,
gera hana að einhverju leyti öruggari, vitrari, betri. Það
er heilög athöfn að svara spurningum, jafnvel þó að þær
kunni að vera ekki sem viturlegastar, ef það er gert af
kærleika og í því skyni að beina hug spyrjans inn á leið-
ir sannleikans og góðleikans. Rétta svarið við slíkum at-
höfnum, þó að þær gerist með einföldum og ófullkomnum
tækjum, er ekki smánanir og háð, heldur gamla áminn-
ingin: »Drag skó þína af fótum þér, því að sá staður,
sem þú stendur á, er heilagur*.
Eitt spakmælið okkar segir, að svo sé hvert mál, sem
það er virt. Þverúðin, samúðarleysið, skilningsleysið,
heimskan getur gert engilsásjónu að »glottandi, afskræm-
islegri grímu*. Tökum upprisusögurnar í guðspjöllunum.
Gerum ráð fyrir, að þessi lektor væri þeim jafn-fjandsam-
legur eins og fyrirbrigðum spíritismans. Mundi honum
ekki þykja fyrirlitlegar frásögurnar um það, að hinn upp-
rísní Drottinn hefðí hjálpað lærisveinum sinum til að veiða
fisk og borðað steiktan fisk frammi fyrir þeim? Er nokk-
uð háleitara eða heilagra að borða fisk en að lyfta upp
borðfæti eða leika á fortepíanó?
Og svo eitt atriði enn.
Af öllu furðulegu, sem stendur í þessum skrifum
dönsku kirkjumanuanna, finst mér einna furðulegust sú
ásökun lektorsins gegn spíritismanum, að hann i'æri úr
skorðum hugmyndir manna um skelfing dauðans. Hann
lítur auðsjáanlega svo á, sem þær hugmyndir séu eitthvað
mjög eftirsóknarverðar. Eg veit ekki, hvað ykkur finst.
Ætli það séu hugmyndirnar um skelfing dauðans, sem eru