Morgunn - 01.06.1921, Page 120
114
MORGUNN
ingar allar, sem nefndar hafa verið í ályktunum biskup-
anna. En eftiifarandi línur er ágrip af því, sem sagt er um
spíritismann út af fyrir sig:
Jafnframt því, sem biskuparnir tjá sig reiðubúna til
þess að vonast eftir og fagna nýju ljósi frá sálarrann-
sóknunum yfir hæfileika og framþróun mannsandans, held-
ur biskupaþingið því fast fram, að í kenning kirkjunnar
ætti að leggja meiri áherzlu á að skýra hinar sönnu
ástæður fyrir kristilegri trú á eilíft líf og ódauðleik, og
hvert sé i raun og veru innihald trúarinnar á samfélag
heilagra, að í því sé fólgið verulegt samband við fram-
liðna menn fyrir kærleika guðs í Kristi Jesú. Jafnframt
því sem við það er kannast, að árangur rannsóknanna
hafi hjálpað mörgum mönnum til þess að finna andlegan
tilgang í manniifi/iu og komið þeim til að trúa á áfrain-
hald lífsins eftir dauðann, sjá biskuparnir miklar hættur
8amfara tilhneigingunni til að gera spíritismann að trúar-
brögðum. I því að gera hann að trúarbrögðum út af fyrir
sig er fólgin undirgefni vitsmunanna og viljans undir
óþekt öfl eða persónur, og að því leyti afsal valdsins á
sjálfum sér.
Eðlilega hefir mikið verið ritað um afstöðu biskup-
anna til spíritismans, eins og hann hefir komið fram á
Lambeth-þinginu. Vér setjum hér fáein sýnishorn, sem
öll eru tekin úr »Light«, aðalmálgagni spíritismans á
Englandi.
Fyrst er þá grein eftir Charles L. Tweedale, sóknar-
prest biskupakirkjunnar i Woston, og höfund bókarinnar
»Ut yfir gröf og dauða*. Ilonum farast svo orð:
»Biskupaþingið hefir alveg nýlega samþykt þá álykt-
un, að hin sálrænu f.yrirbrigði nútimans eigi sálfræðingar
að rannsaka, og varað almenning við þvi að taka gildan
vitnisburð nútíðarmanna, með því að sannanirnar séu,
segja biskuparnir, ekki komnar langt áleiðis. Svo að það
er þá fyrirmæli bÍBkupaþingsins, að sálfræðingar eigi að