Morgunn - 01.06.1921, Side 126
120
MORG UNN
sóknunum yfirhœfileikaog framþróun manmandans, heldur það'
þvi fast frarn, að í kenning kirkjunnar œtti að leggja meiri
áherzlu á að skyra hinar sönnu ástœður fyrir kristilegri
trú á eilíft líf og ódauðleik, og hveH sé í raun og veru irni-
hald trúarinnar á samfélag heilagra, að i því sé fólgið veru-
legt samband við framliðna menn fyrir kœrleika guðs í
Kristi Jesú«.
E. H. K.
Sir Oliver Lodge í Winnipeg.
Eftir forseta hins ev. lút. kirhjufélags ísl. í Vesturhcimi, síra Björrt
B. J ó n s s o n , í Sameiningunni.
Sir Oliver Lodge flutti fyrirlestra i Winnipeg 27. og
28. apríl og hlýddi eg þar á boðskap hans Hann er
maður stór vexti og tígulegur, gáfulegur og góðmannleg-
ur. Erindi hans voru ólík því hverndags masi, sem mað-
ui' á að venjast um það efni, er hann ræddi. Ilugsun var
frábærlega skýr og framsetning með vísindalegri ná-
kvæmni. Fyrri fyrirlesturínn lýsti beimsskoðun ræðu-
mannsins. Skifti hann náttúrlegri tilveru í tvent: efni og
anda. Efnisheiminn kvað hann að nokkru leyti kannaðan,
þð margt væri þar, sem enginn maður enn gæti skilið.
Miklu stærri væri þó heimur andlegra efna og væúi lönd
þar enn litt könnuð. [Jm efnið væri það kunnugt. að ekk-
ert af því, sem til er, yrði að engu, eða hætti að vera
til. Óiiklegt. að andinn væri þá öðru lögmáli haður Lík-
aminn væri föt þau, er andinn væri búinn hér á jörðu,
en maðurinn afklæddist þeim við andlátið
Síðari fyrirlesturinn hljóðaði um samband manna og
gagnskiftileg áhrif þeirra hver á annan. Var fyrst lýst
hinum likamlegu skynjunarfærum, er væri hin venjuletu
flutning8færi bugsananna manna á milli. Því næst skýrði
ræðumaður nákvæmlega, livernig hugsanaflutningur ætti
sér einnig stað án líkamlegra skynjunarfæra. Hugskeyti