Morgunn - 01.12.1937, Qupperneq 4
130
MORGUNN
eins áreiðanlega eins og nokkurt mál getur verið sannað
fyrir nokkrum dómstóli.
En þarf þá að sanna þetta? Trúa ekki allir því?
Ég ætla að láta aðra svara því.
Einn í röð fremstu þrautryðjenda sálarannsóknanna
hefir sagt*:
„Mennirnir þarfnast og þrá sönnun fyrir framhalds-
lífi, hversu vandlega sem þeir leyna því, og láta sem þeim
standi það á sama; og þeir sem taka sér fyrir hendur að
útvega þá sönnun, vinna mannkyninu meira gagn, en þeir
vita“.
Og Gladstone, stjórnmálamaðurinn mikli, sem einnig
er viðurkendur einn mesti vitsmunamaður, sem heimur-
inn hefir átt, sagði að þetta væri þýðingarmesta málið,.
sem til væri fyrir mennina.
En svo að ekki sé leitað svo langt, en vitnað í okkar
eigin menn, þá er það haft eftir Þórhalli Bjarnarsyni,
sem var biskup landsins og einnig stórvitur maður, að
hann sagði, að ef ein rödd kæmi handan að, þá mundi það
hafa meiri áhrif en allar prédikanir prestanna. Líkt
hefir ótal mörgum öðrum andans mönnum farist orð, þó
að þeir hafi orðað það á ýmsa vegu og fjöldi þeirra
manna hafa skrifað um það heilar bækur. Og margt
fleira er sem staðfestir þetta. Öll heimsmynd menning-
arinnar sýnir það, styrjaldirnar, kapphlaup þjóða og
einstaklinga eftir stundlegum hlutum, auðæfum, völd-
um og virðingum, sýnir, að það er ekki trúin á fram-
haldslíf, sem ræður. Og hjá þeim sem játa hana bilar
hún svo oft þegar mest á reynir.
Það þ a r f þess vegna sönnun og sannanirnar eru
til. Þær hafa fengizt með þýðingarmesta málinu sem
til er: sálarrannsóknunum. Raddirnar hafa komið, ekki
ein, heldur óteljandi og koma daglega.
* Barbara McKenzie. Heiðursforseti í Bresku sálvísindastofnun-
inni (British College of Psychic Science).