Morgunn - 01.12.1937, Qupperneq 6
132
MORGUNN
úr bók, sem ég hafði með mér og tiltölulega nýlega er
komin út, fyrir tæpu ári.
Bókin heitir: „Fyrirbrigðin í tilraunaherberginu" og
þykir sannfærandi og fjölbreytt með hinum allra
fremstu á seinni árum, að dómi margra fremstu sálar-
rannsóknamanna, er rituðu um hana þegar er hún kom
út.
Höfundurinn er Dr. Edwin Frederick Bowers, mjög
merkur læknir og trúverðugur vísindamaður. Fyrir
hann hafa komið flest hin einkennilegustu og ótvíræð-
ustu fyrirbrigði, sem aðrir hafa sagt frá. í fyrstu var
hann eins og flestir hreinir vísindamenn efnishyggju-
maður, en eins og flestir snerist hann við reynslu sína
í ákveðinn trúmann.
Fyrst er í bókinni inngangur höfundar, sem ég verð
að hlaupa yfir að mestu, en stilli mig þó ekki um að taka
fyrstu línurnar:
„Eftir að h'afa kynt mér og rannsakað allar hinar mis-
munandi tegundir af sálrænum fyrirbrigðum, er ég
hiklaust sannfærður um, að sú þekking, sem fæst með
einlægri og óþreytandi rannsókn á þessum efnum, veit-
ir hverjum, sem það gjörir, ef til vill hina mikilvægustu
sálræna og andlega reynslu, sem unt er að öðlast í jarð-
lífinu.
Ég tel það áreiðanlega víst, að nú lifa miljónir
manna, sem trúa því, að hin ómetanlegasta þekking,
sem þeir nokkurn tíma geti vonazt eftir að öðlast, sé að
fá sönnun fyrir því, að tilveran haldi áfram eftir dauð-
ann, fyrir framhaldslífi persónuleikans og hæfileikan-
um til að geta náð sambandi við framliðnar vitsmuna-
verur.
Það er lýsandi viti gegnum myrkur vonleysis og sál-
arhungurs; skær rödd hrópandi í eyðimörk blekkinga
og vonbrigða; hughreystandi handartak í viltum æðis
gangi mannfélagsskipunarinnar; huggun og blessun
fyrir alla, sem þá geta hugglaðir sagt: „Þetta mun einn-