Morgunn - 01.12.1937, Síða 7
MORGUNN
133
ig líða hjá. Því að það er einungis skóli, þar sem ég er
að undirbúa mig fyrir yfirgripsmeira, hamingjusamara
og óendanlega mikilsverðara starf“.
Eftir innganginn kemur þá fyrsti kafli bókarinnar
með fyrirsögninni: ,,Ég hef talað við anda“, og hefst
þannig:
„Þessi bók er ögrun — árás á fáfræðina, á yfirdreps-
skapinn, á anda umburðarleysisins, sem afneitar og
einskis virðir alt það afdráttarlausa sannanamagn, sem
fengizt hefir fyrir framhaldslífi persónuleikans eftir þá
breyting, sem vér köllum dauða.
Það er staðhæfing nútíðarspiritista, að málefni þeirra
sé ekki lengur í varnarstöðu. Þeir koma ekki lengur
fram einurðarlitlir og auðmjúkir til að beiðast áheyrnar
efasemdaforkólfanna.
Þeir koma fram með fullkominni einurð, og til að
fyrirbyggja misskilning á tilgangi þessarar bókar, vil
ég endurtalca það, að hún á ekki að vera vörn fyrir spiri-
tismann, því að hann þarf eklci varnar við. Hann er í
sóknarstöðu.
Hann er sókn á hendur hverjum þeim manni, sem
heldur að alt sannanamagnið, sem hér verður fram sett
frá reynslu sjálfs mín og reynslu ótalmargra hinna
mestu djúphyggjumanna, sem nokkurn tíma hafa lif-
að, sé þvaðursögur, sagðar af floklti manna, sem allir
séu flón.
Hvaða svar hefir þú nú við þessum sögum? Ég fyrir
mitt leyti er óðfús að ræða málið við hvern málsmetandi
efasemdamann, sem hirðir um að rökræða það.
Vinir mínir — Frank Declter, Arthur Ford, Ethel
Post og fjöldi annara áreiðanlegra miðla — munu einn-
ig óðfús að mæta fyrir hverri nefnd hæfra og trúverð-
ugra vísindamanna eða rannsóknarmanna til að endur-
taka þau sálrænu fyrirbrigði, sem ég segi hér frá.
Að endurframleiða nákvæmlega líkama, andlitssvip,
málróm, trútt minni og auðþekkjanlegan persónuleik