Morgunn - 01.12.1937, Qupperneq 8
134
MORGUNN
manns eða konu, sem jarðneskur líkami þeirra hefir
síðan fyrir löngu legið í gröfinni eða verið brendur upp
í hnefafylli af ösku, það er í mínum augum hið undra-
verðasta kraftaverk af öllum sálrænum fyrirbrigðum.
Að sjá mann í góðri rauðrl ljósbirtu koma út úr mið-
ilsherbergi, ganga til þín þó nokkur skref frá byrginu,
klappa fast eða taka innilega í hönd þér, tala við þig í
eðlilegum, vel heyranlegum málróm um atburði, sem
sýna að hann hefir enn í óskertu minni einstök atvik, og
eftir fáar mínútur kveðja þig glaðlega, leysast upp í
þoku og aflíkamast fyrir augum þínum og hverfa nið-
ur í gólfið, það er algjörlega ógleymanlegur atburður.
Ég hefi hitt fyrir fjölda af miðlum, suma óáreiðan-
lega, en aðra, sem ég hef rannsakað og reyndust í hví-
vetna áreiðanlegir og heiðarlegir. Einn þeirra var doktor
Robert Moore, prestur spiritistakirkju í Dayton, Ohio í
Bandaríkjunum. Doktor Moore hafði einhverjar frá-
bærustu miðilsgáfur, sem ég nokkru sinni hef þekkt.
Hann var frábrugðinn öðrum miðlum, sem ég hefi þekt.
Herbergið, sem notað var til tilraunanna, hafði hann
ekki sjálfur valið, heldur tilraunaflokkur hans útveg-
að það. Þar var engin leynihurð og enginn afkymi bak
við byrgið, sem ekki var annað en eitt horn á herberg-
inu, tjaldað af með tveim dökkum tjöldum. Þar gat
enginn komizt að baki; og hefði nokkur átt að komast
að framan, þar sem voru aflæstar dyr, og inn að byrg-
inu, hefði hann orðið að klöngrast yfir eða gegnum
margfaldar raðir fundarmanna.
Herbergið var lýst með rauðu ljósi, daufu, en þó svo,
að fundarmenn sáu vel miðilinn, þegar augað vandist.
Moore sat fyrir utan byi'gið, meðan líkantningarnir
bygðust upp fyrir innan, úr útfryminu, sem allir kann-
ast við, sem heyrt hafa um fyrirbrigðin. Dr. Moore gat
alveg eins og gjörði það oft, að hafa fundi annars stað-
ar en vanalega, farið af einu heimili á annað ef nauðsyn
krafði og ltomu sömu fyrirbrigði. Hann var vanur að