Morgunn - 01.12.1937, Side 9
MORGUNN
135
lajóða hverjum sem vildi af fundarmönnum að halda í
hendur sínar og stíga á fætur sína meðan fyrirbrigðin
komu, og gjörði ég það þó nokltrum sinnum.
Verurnar komu út úr byrginu, gengu milli fundar-
manna og fluttu þeim skeyti, kysstu suma á ennið áð-
ur en þær hurfu og varð ég þó nokkrum sinnum fyrir
því.
Andarnir höfðu aldrei fyrir því, að fara aftur inn í
byrgið til að aflíkamast. Þegar heimsókninni var lok-
ið, hurfu þeir niður í gólfið, stundum í smákippum, en
stundum á örlitlu broti úr sekúndu.
Meðal hinna þrjátíu fundarmanna voru doktorar,
lögfræðingar, stúdentar frá ýmsum löndum, þar á með-
al einn Japani. Þar var einnig Goff dómari, mikilsmet-
inn og lærður heiðursmaður, sem sagði okkur, að hann
kannaðist við, að vei’a, sem stundum kom til hans og
talaði við hann í lágum hljóðum, væri kona hans, látin
fyrir skömmu.
Fundurinn byrjaði vanalega með því að syngja sálm
eða þekt lag, til að samstilla sveiflurnar. Þá var augna-
bliks þögn, sem brátt var rofin af styrkum, kverkmælt-
um rómi og inn kom há vera, klædd í Indverja bún-
ing, sem eftir að hafa heilsað ýmsum fundarmönnum,
veik fyrir lítilli frænku, yndislegu 6 ára barni, sem ekki
verður lýst með öðru, en að hún var engilblíð og fög-
ur og þó hin mesta ráðgáta. Því að þetta litla barn hafði
á þrjátíu árum, sem hún hafði verið hinu megin, aflað
sér undraverðasta þekkingarforða á margvíslegustu
efnum. Uppáhaldsstaður hennar var í hnjám miðilsins.
Hún hoppaði þar upp eins og lítið, lifandi barn mundi
.gjöra og gjörði sig þar heimakomna.
Oft sat ég rétt hjá þessari litlu veru og gamnaði mér
við hana um atriði í lýðræði Platós eða Pliaedo, hug-
leiðingar Markúsar Áreliusar, gagnrýni hinnar hreinu
skynsemi Kants, frumatriðin eftir Spencer, eða önnur
álíka efni, heimspekileg, vísindaleg eða bókmentaleg.