Morgunn - 01.12.1937, Síða 11
MORGUNN
137
Eitthvert skemtileg’asta og lærdómsríkasta samtal,
sem ég hef nokkurntíma haft, var við kaþólska nunnu,
sem var ein af hérumbil þrjátíu verum, sem birtust eitt
kvöld, þegar ég var við hjá doktor Moore. Það var ynd-
isleg og elskuleg sál. — Þetta þótti mér of gott tæki-
færi til að sleppa því, svo ég fór þegar að tala við hana.
„Systir“, sagði ég, ,,ég var fæddur í kaþólskri fjölskyldu
og ólst upp í kaþólsku þangað til ég var tólf ára. Nú vil
ég spyrja þig, hvort þú í því fagra lífi, sem þú nú lifir,
hafir fundið að þær kenningar, sem þú játaðir í jarðlíf-
inu, væru á rökum bygðar?“ Hún svaraði: „Nei, kað
er enginn fótur fyrir því, sem okkur var kent. Það er
enginn himinn, ekkert helvíti, enginn hreinsunareldur
öðruvísi en það, sem myndast af vorum eigin hugsun-
um og framferði. Það er ekki nein staðgöngu friðþæg-
ing. Fyrirgefning syndanna verður að ávinna með
góðri breytni. Það er ekki hægt að kaupa hana“.
Ég spurði þá: „Hefir þú, systir, nokkurn tíma hitt
Jesúm Krist?“. — Hún svaraði: „Ég hef aldrei hitt hann
sjálf, en sumar upplýstar sálir, sem nú eru á æðri svið-
um, sem við köllum, og koma við og við aftur til að
fræða oss, segja að þær hafi séð hann og heyrt hann
tala“.
Og þá sagði þessi engilblíða vera: „Nú verð ég að
fara. Það bíða svo margir fyrir utan til að hitta ástvini,
sem eru hér í kvöld. Guð blessi yður, þangað til vér
hittumst aftur“. Og hún snerti með fingurgómunum
höfuð mitt, sem ég í lotning hneigði til hennar.
Þetta var yndislega fagnaðarrík stund. Ég vildi að
hver sorgbitin móðir, faðir, systir, bróðir og vinur í ver-
öldinni mætti öðlast slíka fagnaðarstund — þó ekki
væri nema einu sinni. Hvílíku fargi af eymd, hjai’tasorg
og einstæðingsskap mundi þá létta af.
Sannfærandi og áreiðanlegar líkamningar eru að vísu
sjaldgæfar fremur, en koma þó nokkrum sinnum fyrir