Morgunn - 01.12.1937, Qupperneq 29
MORGUNN
155
sem hann dvaldi í fyrir dauða sinn. Nákvæmlega þetta
sama er að gjörast nú á dögum; menn, sem hafa lifað
hér á jörðinni, birtast nú á alveg sama hátt. En ef ykkur
finst ég gjöra persónu Krists vanvirðu, með því að bera
upprisu hans saman við upprisu samtíðarmanna okkar,
þá vil ég benda á það, að jafnvel þótt líferni hans væri
margfalt fullkomnara og æðra en allra annara manna,
þá hafði hann þó alla mannlega eiginleika. T. d. hann
hungraði og þyrsti, hann varð ákaflega hryggur, hann
grét, alveg eins og við mennirnir gjörum, og hann dó að
lokum á krossinum, alveg á sama hátt og þeir, sem með
honum voru krossfestir. I engu af þessu var hann neitt
frábrugðinn öðrum mönnum. Hann reis upp frá dauðum
og við munum líka öll rísa upp frá dauðum, ekki ein-
hvern tíma í órafjarlægð tímans, heldur strax eftir dauð-
ann. Hann sagði við ræningjann: „í dag skalt þú vera
með mér í paradís". Og þann dag, sem við flytjumst héð-
an alfarin, munum við líka öll verða í paradís. En hvað
er þá sá staður, sem nefndur er paradís? Eins og þið
vitið, þá birtist Kristur lærisveinum sínum og mörgum
fleirum, og einu sinni sáu hann um 500 manns í einu,
eítir að hann dó á krossinum. Margir spiritistar álíta
að þessa fjörutíu daga, sem sérstaklega er talað um að
hann hafi birzt hér, hafi hann dvalið á þeim tilveru-
sviðum, sem næst eru jörðinni. En eftir himnaför hans
eru ekki til frásagnir um, að hann hafi birzt óskygnum
mönnum hér á jörðinni, a. m. k. ekki á jafn áþreifan-
legan hátt og áður. Og þar sem hann sjálfur nefnir þann
stað paradís, sem hann fór fyrst til, þá sé ég enga
ástæðu til að efast um, að það sé einmitt sá staður, sem
framliðnir menn flytjist til við dauða líkamans. Það
þarf því varla að teljast mjög mikil bíræfni, þótt álykt-
að sé sem svo, að við himnaför sína hafi Jesús Kristur
flutzt til þeirra tilverusviða í alheiminum, sem séu
milclu fjær jörðinni en sá staður, sem hann dvaldi fyrst
á. Hvað sem rétt kann að vera í þessari skoðun, þá er