Morgunn - 01.12.1937, Page 33
MORGUNN
159
sig bara elcki geta tekið neitt mark á svo eldgömlum
„doðrant", þar sem nútíðarvísindi gætu ekki fundið frá-
sögnum hans neinn stað.
En þá kemur trúmönnunum óvæntur stuðningur. Það
koma fram á sjónarsviðið menn, sem töldu sig geta sann-
að, að frásagnir um upprisu Krists væru alveg réttar,
og þeir töldu sig geta sannað meira. Þeir töldu sig geta
sannað það, að hver og einn einasti maður risi upp frá
dauðum, eða m. ö. o., að það væri engin dauði til. Þessa
staðhæfingu bygðu þeir á því, að sér hefði tekist að ná
tali af framliðnum mönnum, og sér hefði tekist að fá
brot af lýsingu á öðrum heimi og líðan manna þar,
þeim heimi, sem hundruð miljónir manna hefðu altaf
verið að brjóta heilann um hvernig væri, en aldrei feng-
ið spurningunni svarað.
Það lægi beinast við að líta svo á, að „trúmennirnir“
hefðu látið það verða sitt fyrsta verk, að ganga úr
skugga um, hvort þessir menn segðu satt eða ekki, því
hér var um svo afskaplega þýðingarmikið atriði að
ræða, að það hlaut að vera ómaksins vert að fá áð vita
hið rétta.
En.nú gerist það einkennilega, að á þeim degi urðu
trúmenn og efnishyggjumenn alveg sammála, þó þeir
máske yrðu ekki vinir eins og Heródes og Pílatus forð-
um. Án þess að hafa fyrir því, að rannsaka málið nokk-
uð frekar, kom þeim saman um að þetta hlyti að vera
lygi! Maður á hægt með að skilja tortrygni efnishyggju-
mannsins, og að honum væri ekki neitt sérstakt áhuga-
mál að fá grundvellinum undir lífsskoðun sinni hrundið
svo óþyrmilega um koll, því að ef það sannaðist, að hægt
væri að hafa samband við framliðna menn, þá var slcoð-
un efnishyggjumannsins ekki rétt og það langar fáa,
nema þeir elski sannleikann meira en í meðallagi, til
þess að láta kollvarpa öllu, sem þeir hafa bygt lífsskoðun
sína á. En andúð og aðferð trúuðu mannanna er með
öllu óskiljanleg, því ekkert gat verið trú þeirra meiri