Morgunn - 01.12.1937, Side 58
184
MORGUNN
Faðir minn hélt á þessum lítilfjörlegu fundum, að
aðrir, sem viðstaddir voru, væru að blekkja hann með
borðhreyfingunum og öðru sem gerðist, og aðrir fundar-
menn tortrygðu hann alveg eins!
Einu sinni náði hann í bók eftir Edmonds dómara, sem
um þær mundir var mikilsmetinn dómari í New-York
ríki. Hann hélt því fram, að hann hefði sjálfur miðils-
hæfileika og að sér hefði tekist að ná sambandi við anda
framliðinnar konu sinnar.
Því næst las hann aðra bók eftir ágætan vísindamann
og náttúrufræðing, Dr. Alfred Russel Wallace, sam-
verkamann Darwins. í þeirri bók var haldið fram sam-
bandi við framliðna menn.
Báðar þessar bækur höfðu þau ein áhrif á föður minn,
að hann var steinhissa á því, að menn, er hefðu sýnt svo
glæsilegar gáfur á þekkingarsviði sjálfra þeirra, skyldu
geta verið svo trúgjörn flón viðvíkjandi kenningunum
um framhaldslíf.
En þegar hann hélt áfram þessum lestri sínum, komst
hann að raun um, að margir aðrir ágætir menn höfðu
rannsakað málið vandlega og orðið því meðmæltir.
Meira að segja, hann tók eftir einu mjög íhugunar-
verðu atriði; það var þetta, að allir þeir rithöfundar,
sem höfðu látið uppi þá sannfæring, að samband við
framliðna menn væri sannleikur, höfðu rannsakað mál-
ið um mörg ár. Þar á móti var það nálega undantekn-
ingarlaust, að hinir, sem málinu voru andvígir, höfðu
alls enga reynslu haft af því sjálfir, og margir þeirra
höfðu enga löngun til að fá hana.
Föður mínum kom þá til hugar, að það kynni að hafa
verið óhyggilegt og óvísindalegt, að fyrirdæma málið
rannsóknalaust. Sjálfur hafði hann aldrei rannsakað
það af neinni alvöru.
Nokkuru síðar varð hann að kannast við það, vegna
reynslu sjálfs sín, að sálrænu fyrirbrigðin væru áreiðan-
leg. Hann reyndi þá að finna einhverja aðra skýringu