Morgunn - 01.12.1937, Qupperneq 61
MOKGUNN
187
Pjónusta englanna.
XIX.
Einn morgun var ég að horfa á hina yndislegu dag-
renning. Ég sá sólina koma upp og veita rósrauðu flóði
yfir austurloftið. Mér virtist þetta flytja boðskap, eins
og þessi dýrðlega sýn ávalt gerir, um kærleik guðs til
mannanna. Ég fór að hugsa um þann mikla mannfjölda,
sem veit ekkert um þennan dásamlega kærleika, lifir
lífinu í andlegu myrkri, þjáist mikið og veit eklcert,
hvert hann á að snúa sér til þess að fá stuðning og hugg-
un. Ég fyltist meðaumkun með þessum mönnum, og óp
steig upp frá hjarta mínu um það, að mér yrði gefin
vizka og þróttur til þess að gera eitthvað, sem gæti
hjálpað þeim.
Þá kom móðir mín til mín og faðmaði mig. „Komdu
með mér“, sagði hún, og tók í höndina á mér og við
fórum saman upp í aldingarð himnaríkis.
„Líttu nú á!“ sagði hún og benti niður á við.
Ég fór að horfa á afarmikla borg. Ég var mér þess
meðvitandi, að ég væri mjög hátt uppi yfir henni, og
samt gat ég séð fólkið, sem fylti stræti hennar, eins
greinilega og ég hefði verið rétt hjá því, og hávaðinn
af umferðinni kvað við í eyrum mínum.
Flest af fólkinu hafði það mótað á andlitum sínum,
sem sýndi, að sálir þess þjáðust af hungri, en innan um
mannfjöldann var mikill fjöldi af englum. Rétt að segja
hjá hverjum manni var ein af þessum skínandi verum.
„Hverjar eru þessar björtu verur?“, spurði ég móð-
ur mína. „Og hvað eru þær að gera?“
„Þetta eru nokkurir þeii’ra“, mælti hún, „sem urðu
fyrir sárri reynslu, meðan þeir lifðu á jörðinni, eins og
margir þein-a, sem nú ganga við hlið þeim. En þeir háðu