Morgunn


Morgunn - 01.12.1937, Page 65

Morgunn - 01.12.1937, Page 65
MOKGUNN 191 móðir mín við mig um það, sem mér hafði verið sýnt. Þær sögðu mér, að sú trú væri röng, sem margir menn á jörðinni hefðu, að þeir, sem yrðu englar eftir dauðann, færu inn á svið þar sem þeir losnuðu við alt erviði og lifðu í lofgjörð eingöngu og sæluríkri hvíld. Allir engl- arnir, sögðu þær, væru að starfa og fyndu til fagnaðar í starfinu, því að það væri unnið fyrir guð. „Hvernig ættum við að geta verið ánægð hér“, sagði móðir mín, „þar sem við vitum, að svo mikil eymd og andleg vanþekking er á jörðinni, og þar sem við höfum mátt til að hjálpa syndugum, villuráfandi og þjáðum mönnum, ef við notuðum ekki þann mátt? Sumir okkar starfa ekki að eins á jörðinni, heldur líka á lægri svið- unum, til þess að hjálpa þeim framliðnu mönnum, sem mistekist hefir að læra rétt lexíur lífsins, meðan þeir voru á jörðinni. Margir englar reka það, sem á jörðinni mundi vera kallað trúboð, meðal þeirra illu anda, sem reyna að ginna karla og konur út í glötun, eins og þú hefir séð“. „Það er verkið, sem okkur tekst að vinna eftir and- látið,“ sagði verndarengill minn, „sem mörgum okkar finst ríkuleg uppbót fyrir þær byrðar, sem á okkur voru lagðar á jörðinni, byrðar, sem oft var svo örðugt að bera. Því að við gerum okkur grein fyrir því hér, að af þeim iexíum, sem við lærðum á jörðinni, voru það oft þær, sem örðugast var að læra, er bezt gerðu okkur hæfa til að hjálpa sumum, sem nú eru á jröðinni, og lenda í svipuðum raunum. „Eins og þú veizt, var ég mörg ár mikill aumingi. Það var sú reynsla, sem hefir gefið mér þekkingu og mátt til þess að veita þjónustu mína mörgum þeim, sem liggja á sóttarsæng, þjáðir af þrautum og þreytu. Ég fer að rúmum margra slíkra manna, og mér tekst að koma inn hjá sumum þeirra hugsunum, sem veita þeim þolin- mæði, hugrekki, von og trú á guð. Á slíkum stundum þykir mér vænt um það, að ég þjáðist mikið á jörðinni".
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.