Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 72
198
MORGUNN
fingurs — og hún flutti höndina á mér þangað til hún
snart hár hennar og höfuð. Þá tók hún utan um vinstri
þumalfingurinn og vísifingurinn á mér og aðgreindi hár-
lokk frá hárinu sem var rnikið. í þessum stellingum hélt
hún fingrum mínum með hægri hendi sinni, tók hægri
höndina á mér, færði hana að hárlokkinum, sem ég hélt
utan um, og sagði: „Kliptu það þarna“.
Ég klipti þá af hárlokk hér um bil þriggja þumlunga
langan og íhonum voru ef til vill 200 sérstök hár.
Móðir mín sagði: „Geymau hann altaf, Edvin“.
Höfundurinn segir, að þetta muni móðir hans hafa
sagt vegna þess, að hann hafði áður tekið það fram, að
hann mundi brenna lokkinn í því skyni að fá sönnun fyr-
ir því, að sömu efni væru í lokkinum eins og í öðru
mannshári. Hann brendi ekki lokkinn, en með öðrum
hætti var hann rannsakaður og reyndist eins og annað
mannshár. Lokkinn ætlar hann að geyma alla sína æfi,
sem ómetanlegan minjagrip.
Móðir hans sagði að lokum: „Nú verð ég að fara,
Edvin“. Þá laut hún að honum, kysti hann á kinnina og
hvarf.
Höfundurinn gerir næst grein fyrir því, hve fjarri
öllum sanni það sé, að hugsa sér, að hér hafi verið um
nokkura blekking að tefla; það geti ekki komið til
neinna mála. Og hann lýkur frásögninni og bókinni með
eftirfarandi ummælum:
„Þessi síðasta reynsla er fyrir mig ekki annað en við-
bótar sönnunargagn, staðfesting á þeirri vissu, að það,
sem vér köllum dauða, er aðeins byrjun á nýju og óend-
anlega betra lífi.
Vér getum fundið til innilegs saknaðar og sárrar miss-
iskendar, þegar einhver fer af þessum heimi, sem vér
höfum unnað; en ef vér eigum þessa vissu, ættum vér
ekki að harma það, að þeir hafa komist lengra áfram.
Þá væri það harmsefni, að ormurinn hefir brotist úr
hýðinu og orðið að vængjaðri skepnu, skínandi í sólar-