Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 91
M OR G UN N
217
ar en aðrir, neitt leyfi til þess að eyðileggja í hugsunar-
leysi lítilfjörlega jurt“.
Hann talaði lengi við mig, og ég sá margt í nýju ljósi,
sem mér hafði ekki til hugar komið áður, en því miður
get ég ekki munað annað en þetta.
Að síðustu var eins og hann liði í burt, smáfjarlægðist
mig þar til hann hvarf í blámann. En ég sat ein eftir á
tjarnarbakkanum.
Handleggurinn.
Síðari hluta vetrar og vorið 1932, fiskaðist með af-
brigðum vel í Mýrdal. Menn komu þá allmargir austan
yfir Mýrdalssand, til þess að fá skipsrúm á bátum þeim,
sem róið var á. Það eru árabátar. Við áttum þá heima
á Reyni í Mýrdal. Eina nótt í aprílmánuði bar svo kyn-
lega við, að við hjónin höfðum ekki svefnfrið. Það sótti
að okkur einhver ófögnuður í hvert skifti, sem við ann-
aðhvort eða bæði reyndum til að sofna.
Þetta gekk svona fram undir morgun, þá sofnaði ég
að lokum. Mig dreymdi þá, að ég þóttist liggja í rúmi
mínu og snúa mér til þils. Ég fann að einhver stóð fram-
an við rúmið, en áræddi ekki að líta upp, til þess að
sjá hver það væri. Þó gat ég að lokum eklci á mér setið
og ætlaði að rísa upp, en sá þá, mér til mikillar skelf-
ingar karlmannshandlegg lárétt upp yfir mér. Hreyfð-
ist hann fram og aftur og sá ég greinilega, að hann var
nakinn, brúnn á lit, og mátti heita að höndin væri hold-
laus beinagrind, og víðar hékk hold frá beini. Ég þóttist
rjúka upp í rúminu og ætlaði að flýja, en vaknaði við
þau umbrot.
Ég sagði manninum mínum þá þegar drauminn og
sömuleiðis sagði ég heimilisfólkinu á Reyni frá þessu
þennan dag og nokkrum fleirum.
Snemma um morguninn kom unglingspiltur austan úr
Skaftafellssýslu. Hann ætlaði að fá skipsrúm hjá Sveini
Einarssyni á Reyni, er var formaður fyrir einum róðrar-