Morgunn - 01.12.1937, Side 93
MORGUNN
219
Meðan ég tók upp hreðkurnar var ég sem í leiðslu og
hugsaði stöðugt um þetta sama. Heimilisverkin kölluðu
mig svo upp frá þessum hugleiðingum, og um kvöldið
sofnaði ég strax. Mig dreymdi þá, að ég þóttist koma
inn í stofuna okkar og litast þar um. Þótti mér þá Guð-
líður heitin sitja við skrifborð mannsins míns. Hún stóð
UPP> gekk á móti mér og sagði: „Sæl og blessuð, Katrín
mín. Þar er maður nú komin“. „Já, sæl og blessuð“,
þóttist ég segja, og mundi strax eftir því, að hún var
dáin. Hugsaði ég mér nú að fræðast mikið af henni, og
halda henni þarna hjá mér sem lengst og muna svo allt
vei, þegar ég vaknaði. Ég sá, að hún var í ljósbláum
kjól, sem hún hafði átt, þegar ég var í Þórisholti, en nú
fannst mér liturinn á kjólnum minna mig á himinbláma
og þótti mér það eðlilegt. Guðríður var mjög brosleit,
hún iðaði öll af kátínu og fjöri, og helzt fannst mér hún
svífa um góifið. „Jæja“, sagði ég. „Hvernig líður þér
nú, Guðríður mín?“ „Alveg Ijómandi vel, eins og þú
séið , sagði hún. „Heidurðu að það sé ekki munur að
veia nú laus við allar þjáningarnar?“ „Já, en hvar ertu
nú eiginlega?“ þóttist ég þá spyrja.
IJún anzaði því engu, en sagði: „Þetta er yndislegt.
Það er yndislegt að vera svona létt, og nú er ég aldrei
þreytt“. „En heyrðu, Guðríður mín. Veiztu um þetta í
Þórisholti, það er að segja það, sem er í kistunni í stof-
unni , sagði eg hálf-hikandi, því að ég vissi ekki nema
henni þætti lakara, ef ég minntist á líkið. „Já, það; ég
veit um það allt“, sagði hún. „En sérðu ekki að ég hefi
líkama, sem er nú heldur léttari og betri en sá, sem er
í kistunni?“
En ég var ekki ánægð. Ég varð að fá að vita, hvar
hennar tilvera nú væri, og spurði enn, en fékk ekkert
svar. Þess í stað sneri hún sér snögglega að mér, brosti
dálítið stríðnislega og sagði: „En ég vissi um hreðkurn-
ar þínar“.