Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 105
MORGUNN
231
þótt þeim hafi gengið það ákaflega illa meðan þeir
dvöldu á jörðu hér. Þó alt gangi stirt um framfarir
meðan hér er dvalið, á alt að ganga eins og í sögu,
þegar yfir um er flutt. En margt bendir til, að þetta sé
mikill misskilningur. Það er vísast hreint ekkert
áhlaupaverk að skapa úr oss óstýrilátum og þverúðg-
um jarðarbörnum heilsteypta menn, í þess orðs beztu
merkingu. Og að því er Solveigu áhrærir, var það látið
í veðri vaka, að það sé aðallega tvennt, sem tefji fyrir
þroska hennar — það er mönnum hér í lífi megi
um kenna. — Annað er það, að hún hafi ekki fengið
blessun kirkjunnar, eins og tíðkast um þá, er deyja;
þvert á móti verið útskúfað. Hitt atriðið, sem tafið hefir
þroska hennar, var hugsunarháttur fólksins: Hvernig
kynslóðirnar síðan daga hennar hafa hugsað og hugsa
til hennar. I þeirri staðhæfingu felst, að það sé ekki
holt fyrir þroska framliðins manns, að stöðugt sé hugs-
að til hans eins og einhv.errar óvættar, er ofsæki og
geri mein; það sé ekki holt fyrir þroska manns í því
lífi, sem er framhald jarðlífsins, að til hans sé hugs-
að með andúð og hryllingi af þeim, sem eftir lifa. I því
felst, að hugsun, góð eða ill, geti verkað eins og lyfti-
stöng eða hömlur á líðan annara manna, á sama hátt
og átök efnisheimsins geta verkað þannig á sínu sviði.
Og vart er sá skilningur á andlegum málum víðsýnn
né gjörhugall, er ekki fær skilið, að sannleiki geti falizt
í slíkum skoðunum.
í samræmi við þetta var tilgangur beinaflutnings-
ins a.m.k. tvíþættur. Annars vegar sá, að veita Solveigu
þá blessun, sem kirkjan er vön að veita hverju barni
sínu, jafnt breisku sem staðföstu. Hinsvegar sá að hafa
áhrif á hugsunarhátt fólksins: að lægja óttann og and-
úðina, en skapa öryggá og samúð. í miðilssambandinu
var mikil áherzla lögð á, að fá fyrirbæn og hana al-
menna.