Morgunn - 01.12.1937, Blaðsíða 110
236
MORGUNN
„kerlingin“ eða „kerlingargreyið". Það liggur ekki hlýr
hugur bak við slíkt orðaval. Eða var Solveig gömul?
Engin einasta munnmælasaga, hvað þá ritaður annáll
hermir svo. Þvert á móti á hún að hafa verið ung. Eru
þá skoðanir manna um lífið eftir dauðann á þá lund, að
ung stúlka, sem deyr á þessu ári, verði í öðrum heimi
orðin kerling eftir eina til tvær aldir? Halda þeir menn,
sem misst hafa unnustur sínar eða dætur á unga aldri,
að þeir hitti þær sem kerlingar við endurfundina „annars
heims“, ef endurfundirnir skyldu dragast svo sem hálfa
öld? Ef þetta eru skoðanir manna um lífið eftir dauð-
ann, hversu mjög þyrftu þær þá að breytast, og hversu
geysilegt erindi á spiritisminn þá til þeirra manna!
En þessu er varla svo farið. Hitt er ástæðan, að hugir
margra eru smitaðir af gamla aldarandanum gagnvart
Solveigu, þeim aldaranda, er þeir menn sköpuðu, er
trúðu því, að hún hefði „gengið aftur“ og gert út af
við séra Odd. — Og auðvitað er það ekki Solveig ein,
sem orðið hefir fyrir barðinu á þessum gamla og síunga
aldaranda. Því það er vísast mikill sannleikur í því sem
eitt góðskáld hefir hugsað, en annað orðað svo: að —
það sem dreymir fegurst og það sem brosir mildast,
skal þrælslegast, trylldast
í sorp verða troðið og saurgað í val.
Og hvað hugsunina um Solveigu áhrærir, þá hefi
ég orðið þess var, að það þarf þó nokkur átök til þess
að uppræta með öllu þenna heimskulega og óbilgjarna
hug. En hann þarf að upprætast. Ekki aðeins vegna
Solveigar, heldur einnig og ekki síður vegna þeirra sem
ala hann með sér. Vér þurfum að læra að finna það,
að hver manneskja — líka sú, sem í raunir sjálfskapar-
vítisins ratar — er bróðir vor eða systir. Vér þurfum
að verða mann-vinir. Heimurinn kemst aldrei neitt áfram
án kærleikans.