Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 7
M O R G U N N
3
einlægir leitendur sannleikans, munum vér ávinna frelsi
vort, sannleikans um þá leyndardómsfullu tilveru, sem vér
lifum í, sannleikans um dulardjúpin miklu, sem búa oss
sjálfum í barmi, sannleikans um uppliaf vort og markmið,
líf vort og örlög í þúsundföldum blæbrigðum liamingju og
liarma, sannleikans, sem mun gjöra oss frjálsa. Hver ný
þekking á þessum miklu rúnum, færir oss því markmiði
nær, að verða í raun og sannleika sjálfstæð þjóð.
Á það viU Morgunn sérstaklega benda á þessum stór-
miklu tímamótum íslenzkrar sögu, því að þjónustunni við
þennan sannleik hefir liann leitazt við að vígja sitt starf.
Þegar Morgunn ber fram lijartanlegustu óskir sínar til
fyrsta forseta hins íslenzka lýðveldis, minnumst vér þakk-
látir þess, að faðir hans var einn þeirra manna, sem bezt
greiddu sálarraimsóknamálinu kraut hér á landi, meðan
það var hér enn í bernsku og lítt þekkt af öllum þorra
manna í landinu, með því að liann opnaði blað sitt, Isafold
fyrir fræðslu um málið og vann því þannig stórmikið gagn.
Vér óskum forsetanum þeirrar gæfu, að liann megi vinna
að því, að Fjallkonan setji sannleikann hátt, sannleikann,
sem mun gjöra bana frjálsa.
Guð blessi Island og gefi þjóðinni sívaxandi þrá eftir
sannleikanum. Fyrir hvern lilekk hleypidóma, fáfræði og
heimsku, sem af lienni fellur, mun hamingja hennar vaxa.
Allur sannleikur er mikils verður en mest er þó verður
sannleikurinn um sjálfa oss og öruggasta hamingjuleiðin er
sú, að leita hans.