Morgunn


Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 44

Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 44
40 M O R G U N N Hann varð samt ekki hræddur, var laus við myrkfælni og var kjarkmikill maður. Datt honum í hug, að einhver væri á gangi, sem farið hefði í Vesturloftið, en ætlaði sér svo að koma til hans. Lá hann því vakandi um hríð og beið komumanns. Þá virtist honum, sem eitthvað kæmi frá uppgöngunni, liði hægt fyrir herbergisdyrnar og stanzaði þar. Hvað það var, gat hann eigi séð, því að bæði var skuggsýnt orðið og svo tók þetta sig ógjörla út. Kom Bjarna í hug, að þetta væri missýning, er kynni að mynd- ast af skímu þeirri, sem á þilvegginn brá frá herbergis- glugganum um opnar dyrnar. Horfði hann á þetta um hríð, en gat ekki gert sér grein fyrir, hvað þetta var. Vill hann þá ganga úr skugga um það, rís á fætur, án þess að líta eftir því, og gengur fram að dyrunum. Er þá sem þetta hverfi lengra vestur í ganginn. Læsir hann svo aftur og kippir svo í hurðina, til þess að fullvissa sig um, að tryggilega sé læst. Gengur hann svo að rekkjunni aftur, tekur eldspítur og kveikir, til að geta séð á klukkuna, og var hún tólf, eða því næst. Leggst hann nú niður en syfjar ekki og liggur vakandi svo sem fjórðung stundar. Þá hrekkur hurðin upp í annað sinn. Og nú líða svo sem 4—5 mínútur, er hann sá enga nýlundu. En svo sér hann að þetta sama kemur eins og vestan úr ganginum og stað- næmist fyrir herbergisdyrunum, eins og í fyrra sinnið. Hugsar Bjarni nú með sér, að eigi skuli hann láta neitt á sér bera, en liggja kyrr og virða þetta sem bezt fyrir sér, því nú gerðist hann forvitinn, en fann ekki til ótta. Horfði hann stöðugt á þetta og var sem sjónin skýrðist heldur, án þess að bjartara yrði. Þykir honum nú, sem þar móti fyrir mannsmynd, er virtist dökkklædd að neðanverðu og þó sem hvítir blettir á hnjánum. Að ofan verðu sýndist myndin hafa ljósleitari búning, en þar sást hún daufar og ekki mótaði fyrir höfðinu. Gætir Bjarni þess, að líta eigi af þessu og var hreyfingarlaus, til þess að ónáða það ekki. Eftir nokkurn tíma birti af norðurljósum um stund. Þá sá Bjarni glöggt, að maður stóð í dyrunum. Sá var í dökk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.