Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 48
44
M O R G U N N
allt, sem ég hafði átt eptir af því, sem áður hafði fyllt
líf mitt með farsæld og gleði. Ég hafði fundið þessar mjúku
barnsfingur og innilega móðurást.
Ég hafði, eins og fyrir kemur, verið með hugann við hið
umliðna meðan ég var að leiðrétta þessa stíla, og þá — var
það hugarburður eða raunveruleiki ? — hafði mér þótt
ég heyra sagt orðið ,,mamma“ nokkrum sinnum meðan
ég var að vinna þetta kvöld, en ég hafði aftur og aftur
varpað hugsuninni frá mér og haldið það vera eintóma
höfuðóra.
Ég hafði rétt lokið við stílana og var að leggja frá mér
ritblýið og bækurnar, því að næsta dag var sunnudagur
og ég ætlaði að sofa vel til að búa mig undir verðskuldaða
hvíld næsta dag og ætlaði þá í skemmtiferð með nokkrum
kunningjum, piltum og stúlkum, út til Skógavatnsins til
þess að vera þar um daginn á skautum og skemmta okk-
ur og hressa reglulega vel úti í hreinu lopti. Þeir, sem
þekkja hvað fagurt er þarna norður frá, geta getið því
nærri, að ég var að hlakka til fararinnar. — Þá Iieyri ég
allt í einu sagt: „mamma“.
Ég heyrði röddina.
Og nú var það engin misheyrn, þetta skæra, nærri því
skipandi hróp mjóróma barnsraddar. Mér brá við, því að
ég þekkti þessa rödd. Ég vissi, að sá sem hún kom frá,
var ekki í tölu hinna lifandi. Ég svaraði ekki, en hlustaði
að eins. Ég sat beint fyrir dyrunum, sem opnuðust út á
gang inni í húsinu, og sneri höfðinu lítið eitt þangað.
„Móðir“ var nú aftur sagt enn þá greinilegar og auð-
heyrt enn þá nær, og nú varð ég að svara og áður en ég
vissi tóku þöglar varir mínar að bærast.
„Já, barn mitt, móðir heyrir“.
Og þá opnuðust dyrnar og varð ég ekki lítið undrandi,
er ég sá að inn kom barnið mitt, sonur minn, vinurinn
hjartkæri, sem ég hélt, að ég hefði misst.
Ég var of hrærð til að geta komið upp nokkru orði og