Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 29
M O R G U N N
25
vera með einhverjum sérstökum manni og þá mundi hann
fá þá ósk uppfyllta. En þeir sögðu líka, að það væri bezt
að hugsa sér einn mann í einu, því að vinir hans gætu
verið dreifðir hér og hvar um alheiminn. ,,Hér getur þú
meira að segja, ekki verið nema á einum stað í einu“..
Hann kvaddi hina nýju kunningja sína og flýtti sér í gegn-
um geiminn til þeirrar mannveru, sem hann þráði mest,
konunnar sinnar, sem var farin yfir um mörgum árum
áður. Hún kom á móti honum með útréttar hendur og
andlit, sem lýsti fögnuði ög móttökugleði. Hún fór brátt
með honum til annara dáinna meðlima f jölskyldunnar, sem
heilsuðu honum með gleði. Hann hitti aftur ,,dáinn“ son
sinn, hann heimsótti aðra gamla vini, sem voru komnir
yfir um. Ailt var þetta áþreifanlegt, verulegt og þjétt við-
komu.
I hinu nýja umhverfi sínu á æðri sviðum, sá þessi gestur
í andlega heiminum marga hugðnæma staði. Á listasviði
einu, sá hann listaverk, sem máluð voru í hinum jarðneska
heimi, en voru sýnd í þessum ,,listagarði“, til að uppfylla
til fullnustu æðstu vonir og hugsjónir höfunda sinna. Þarna
voru viðstaddir listamenn af öllum listgreinum, sem leituð-
ust við að ná fullkomnun jarðneskra drauma sinna.
Þegar hann var búinn að ná fullri hreysti, átti John
Oxenham margar ánægjustundir við böð og róður. Hann
tók líka eftir því, að hann gat farið og hvílt sig, þegar
hann vildi. Hann gat borðað, ef honum fannst hann þurfa
á næringu að halda. En samt sem áður var honum ljóst,
að í hinu dásamlega andrúmslofti þessa tilverusviðs, þá
endurnýjaði hver andardráttur lífsþróttinn og uppfyllti
allar þarfir. Síðar uppgötvaði John Oxenham „hljómlistar-
garð“, þar sem menn gátu setið tímunum saman og hlust-
að á mikla snillinga leika ódauðleg verk sín á hljóðfæri,
sem stóðu svo langtum framar jarðneskum hljóðfærum,
að þau voru eins og barnahljóðpípur í samanburði við þau.
„Hándel, Bach og Beethoven og tugir annara voru þarna“,