Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 58
54
M O R G U N N
óskar. Þetta kann stundum að vera svo, ég held að svo
sé ekki ævinlega.
Meiri hluti þeirra miðla, sem falla í algerðan, meðvit-
undarlausan trans, eru undir stjórn einhvers eins ákveðins
stjórnanda, eins og ég sjálf er undir stjórn Fedu. Skiljan-
lega verður þá þessi stjórnandi leikinn í að koma orðsend-
ingum í gegn, en sambandið verður með þessu móti ekki
eins persónulegt, því að þarna er stjórnandinn milliliður
milli hins framliðna og jarðneska fundarmannsins.
Með æfingunni þjálfast stjórnandinn. Líf hans er helgað
þjónustunni.
Getur framliðinn maður fengið fegurra hlutverk en það,
að verja til þess nokkru af tíma sínum að hjálpa öðrum i
sínum heimi til að ná sambandi við jarðneska vini og
hugga þá í sorg þeirra? Líf slíks andastjórnanda er ham-
ingjusamt og tilbreytingaríkt, en það krefst fórna og mik-
illar sjálfstamningar.
Feda, stjórnandi minn, hefur oft sagt okkur, að hún hafi
komist „einu þrepi ofar“ fyrir starf sitt í þjónustu sorgbit-
inna og vonarsnauðra manna, en að sjálf hafi hún engan
veginn verið ,,góð“, þegar hún kom yfir í andaheiminn
héðan. Hún segist þá hafa verið ung og heimsk, en fljót-
huga og full af áhuga. Eftirtektargáfa hennar og fljótur
skilningur hefur gert hana sérlega hæfa fyrir verk anda-
stjórnandans.
Þegar miðil skal þjálfa til að fá að handan andlega og
heimspekilega fræðslu, er honum valinn stjórnandi, sem
hefir verið kennari eða fræðari í jarðlífinu og hefir síðan
hlotið meiri þjálfun í þeim efnum, eftir að hann kom yfir
í hinn heiminn. Sumir trans-miðlarnir hafa eingöngu slik-
an stjórnanda, sem flytur andleg ávörp, fyrirlestra og ræð-
ur, sem oft geta verið mjög hrífandi. Aðrir miðlar hafa
tvo eða fleiri stjórnendur, sem skipta þá þannig með sér
verkum, að einn annast sannanirnar en aðrir aftur and-
legri hliðarnar á sambandinu.