Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 15
M O R G U N N
11
sízt eins og nú er komið hag vorrar jarðar, þegar þeir
vita naumast nokkurs staðar á jörðunni, hvort þeir munu
lifa á henni til næsta dags. Hugsum um þjáninguna af
völdum hernaðarins í flestum löndum heims. Hugsum um
sorgina, sem nú ríkir í óteljandi heimilum, hjá feðrum og
mæðrum, hjá unnustum, ekkjum og börnum. Og hugsum
um það, sem e.t.v. er ennþá geigvænlegra, óttann og hina
kveljandi óvissu um líf og limi á komanda degi. Hvað væri
eðlilegra að vér hugsuðum meira um þetta: „Hvernig rísa
dauðir upp? Og með hvaða líkama koma þeir?“ En þessum
spurningum þýðir ekki að svara með þokukenndri óvissu.
En það er gert og þess vegna standa mennirnir berskjald-
aðir uppi við komu dauðans, þess vegna er páskadagurinn
ekki það, sem hann á að vera, og páskafögnuðurinn gamli
farinn að fölna svo hjá oss, að útfarasiðirnir margir hjá
oss á tuttugustu öldinni hefðu þótt hneyksli í frumkristn-
inni, þegar svörtu líktjöldin voru skoðuð sem heiðinn arfur,
en sigurljóð sungin við útfarirnar, og þá hefðu líkræðurnar
sumar og útfarasálmarnir, sem nú eru notaðir, þótt
heimska. Þá voru eilífðarvonirnar ekki sveipaðar neinni
þoku, því að þá vissu menn hverju þeim var óhætt að
treysta í þeim efnum.
Þessa vissu getum vér eignast enn. Og þegar vér höfum
eignast hana af tvímælalausum staðreyndum, verður
páskadagurinn það, sem hann á að vera: heitasta fagnaðar-
hátíð ársins, hátíð allra manna, því að allir hafa elskað og
misst og allra bíður ferðin mikla frá langafrjádegi til
páskamorguns.
Jón Auðuns.