Morgunn


Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 86

Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 86
82 MORGUNN Úr líkamanum. i Reynsla Hermanns Jónssonar fr áÞingeyrum. Það var tímanlega að vorlagi. Var ég þá um 8V2 árs. Ég hafði veikzt nokkuð skyndilega og lá mjög þungt. Ekk- ert veit ég eða man, hvaða veiki þetta var. Minnir að ég lægi um 2 vikur eða vel það. Ég lá í herbergi, sem var í öðrum enda baðstofunnar. Þar voru tvö rúm fyrir stafni. Fósturforeldrar mínir sváfu í öðru þeirra, en ég var einn í hinu. Þann dag, er veikin komst á hæst stig, mun mér eigi hafa verið hugað lif, eink- um þó, er á daginn leið. Ég sá það og heyrði á öllu. Það heyrðist varla nema hljóðskraf í hinni fólksmörgu bað- stofu, og ég skyldi ekkert í því, hve daufir menn voru og alvarlegir, þótt þeir teldu víst, að ég ætti ekkert eftir nema hrökkva upp af. Mér virtist eins og það gerði lítið til, á hvern veg það féili. Nær engir komu til mín nema systir mín, sem var lengstum hjá mér. Hún var fóstra mín og móðursystir, og kallaði ég hana systur mina. Börnin sem ætíð hnöppuðust svo kát í kringum mig, læddust nú þögul og niðurlút um baðstofuna. Stundum horfðu þau í áttina að rúmi mínu, en þess á milli forðuðust þau að líta þangað. Það var eins og líkhræðslan hefði þegar gripið þau. Mig iangaði til að segja þeim að koma til mín og vera óhrædd- um. En ég megnaði hvorki að tala til þeirra, né gefa þeim bendingu. Þannig leið kvöldið. Allir háttuðu nema fóstra mín. Hún sat við rúm mitt. Nokkru síðar leggur hún sig i rúm sitt. Vissi hún vel, að hún yrði þess þegar vör, hve lítið, sem á mér bærði. Þetta var á þeim tíma árs, sem nótt var hálf- björt all-iengi fram eftir. Ég hafði verið altekinn, og víst þjáðst mikið, en eftir því man ég ekkert eða mjög óljóst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.