Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 43
M O R G U N N
39
trénu óbrotnu. Líkin rak eigi upp. Þá fyrst, er skipið var
fundið, sögðu konur á Skarði frá því, að þær hefðu séð,
er skipinu hvolfdi nálægt Ölafsey.
Þá bjó séra Friðrik Eggerz í Akureyjum. Þær liggja milli
Skarðsstrandar og Reykjaness. Hann var fróðleiksmaður
og þótti nokkuð forn í skapi. Hann hafði reist íbúðarhús úr
timbri í Akureyjum, en til þess að fá meira útsýni lét hann
smíða útsýnisturn við húsið, og fékk til þess Bjarna bónda
á Reykhólum. Fór Bjarni þangað í 21. viku sumars. En
þá um vorið hafði Ebenezer drukknað. Smíðinni var lokið
föstudagskvöldið í 22. viku sumars. Mæltist Bjarni þá til,
að prestur léti flytja hann á land snemma að morgni.
Prestur tók því vel en kvaðst þurfa að senda yfir að Heina-
bergi á Skarðsströnd eftir kindum, sem hann átti þar og
þurfti að ná. Bað hann Bjarna að fara þá ferð með vinnu-
mönnum sínum og vera foringi ferðarinnar. Skyldi hann
svo strax á eftir verða fluttur upp að Reykhólum. Bjarni
játar þessu. Er nú háttað um kvöldið. 1 húsinu voru her-:
bergi á lofti. ,,Vesturloft“ og ,,Austurloft“ voru afþiljuð
hús sitt á hvorum enda, en sinn „kvistur“ á hvorri hlið
og tveggja álana breiður gangur á milli. Dyr kvisther-
bergjanna stóðust ekki á, svo að ef horft var beint úr
dyrum annars hvors þeirra, þá blasti við ljósblámálað
veggþilið hinu megin á ganginum. Norðurkvistdyrnar voru
Vestar, en suðurkvistdyrnar austar, og þar nær var upp-
gangan á loftið (stigagatið). Kvistherbergin voru nálega
4 al. á hvern veg. Svaf Bjarni í því, sem norðanmegin var.
Gluggi var andspænis dyrum, að honum sneri höfðagaflinn
á rúminu, sem Bjarni var í. En frá fótagaflinum var nál.
1 al. að dyrunum og féll hurðin þar inn. Bjarni læsti her-
berginu að sér og háttaði síðan. En er hann var að sofna,
hrökk hann upp við það, að dyrnar opnuðust snögglega,
svo hurðin skall upp að þili, en ljósmálaður veggurinn
blasti við hinu megin í ganginum. Þótti Bjarna þetta und-
aNegt, því að enginn vindsúgur var í húsinu, enda hafði
hurðin ekki lokizt upp af sjálfri sér fyrirfarandi nætur.