Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 49
M O R G U N N
45
dálitið óttaslegin og braut heilann um, hvort augu mín
væru nú ekki að draga mig á tálar.
Ég nuggaði augun i ákafa og horfði svo aftur, og nú
stóð litla veran rétt við hliðina á mér og sagði í gamla
barnarómnum, sem ég þekkti svo vel: „Mamma, mamma,
nú hef ég fundið þig“.
Farðu ekki.
En þegar ég, himinglöð yfir að sjá, að það var hann, ætl-
aði ég að rétta fram hendurnar og þrýsta honum að mér,
þá kom eitthvað og skyggði á andlit barnsins míns og að-
varandi hönd stöðvaði mig. Og nú sagði hann aptur:
,,Mamma, ég kom, en ég get ekki staðið lengi við, ég kom,
kom til þess að segja þér, að fara ekki á morgun“.
„Að fara, barnið mitt, fara ekki á morgun", sagði ég
undrandi. „Veizt þú þá, að ég hef áformað að vera úti í
ðbyggð einn dag“.
„Hvort ég veit, mamma. Ég veit allt, sem þú gjörir, þó
að fjarlægðin sé svona mikil. Ég veit, en mér er að eins
leyft að koma til þín, þegar þörfin er mjög mikil“.
„Áttu við, að ég sé í hættu“, spurði ég. „En hvernig get-
ur það verið? Þegar þörfin er mikil segir þú. Ég hef allt
af þurft þín. Hvers vegna ert þú ekki hjá mér allt af, ef
Þetta er satt?“
Hann hneigði höfuðið ofur hægt og sagði: „Þér finnst
Þú þurfa mín, en þér skjátlast af því að jarðnesk þekking
Þín er ófullkomin. En, mamma min, ég gjöri Þér meira
gagn nú en áður en ég kom yfir. Tíminn er stuttur, og ég
verð að ljúka erindi mínu. Hlustaðu á mig. Farðu ekki á
morgun. ísinn er ótraustur. Það eru Þrír piltar og þrjár
stúlkur, sem ætla að fara, og fylgdarmaður (og hann
nefndi þau öll á nafn og taldi á litlu fingrunum sínum)
°g hver einasti, sem fer, kemur aldrei aptur. Þín þarf
við enn um stund á jarðsviðinu og þess vegna var ég send-
Ur til þess að aðvara þig. Gjörðu það sem ég segi. Vertu
kyr, þar sem þín þarf við“.