Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 73
M O R G U N N
69
svo háar hugmyndir um sjálfa sig, að þeir þykjast vera
Elísabet drottning, Kleopatra eða einhver önnur fræg og
mikilhæf persóna sögunnar. Jafnvel þótt þessi sjálfshyggja
verði ekki svo róttæk í sálunni, að hún búi þannig í gerfi
ákveðinna mikilmenna, vekur hún oft óheilbrigða þrákelkni
i sálinni, sem síðar verður að hreinni geðveiki, mania.
Þess vegna skaltu verjast gegn hverskonar minnstu
sjálfshyggju og ofmetnaði. Sjálfshyggja og löngun til að
trana sjálfum sér fram, eru oft einkenni hjá fólki, sem
öðrum þræði er hlédrægt og athafnalaust. Jafnvægisleysið
í þessum efnum gerir manninn að þræli óstöðugra dutl-
unga.
Þegar vér höfum þetta í huga verður auðsæ þýðing þess
fyrir miðilsefnið, að ganga inn í góðan þjálfunarhring, sem
stjórnað er af vitrum og reyndum manni eða konu, sem
er á verði gegn hverskonar óheppilegum tilhneigingum
miðilsefnisins og hvetur það til að uppræta þær, eða
hætta að öðrum kosti við þjálfun sjálfrænna hæfileika. E.
t. v. hefir miðilsefninu verið alveg ókunnugt um skap-
gerðargalla sína, því að vinirnir hafa einhverra ástæðna
vegna ekki viljað tala um þá, en sé nægileg skynsemi fyrir
hendi hjá því, sér það, að nauðsynlegt er að uppræta þá,
og sé það gert, getur þarna komið fram ágætur miðill, sem
málefninu verður mikill styrkur að. Sá kraptur, sem i eig-
ingix’ni miðilsins og sjálfshyggju bjó, beinist þá til réttrar
áttar, og til þess mun hann njóta öruggs stuðnings frá and-
legu leiðtogunum.
J. A. þýddi.