Morgunn


Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 60

Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 60
56 M O R G U N N ari hringur hjálpa þér betur í byrjuninni, því að frá honum er líklegra að þú fáir meiri krapt hugrænan, sálrænan og „magnetískan“. Ef þú ert að þjálfa þig fyrir algerðan trans, er líklegt að þú verðir var við eins og prjóna- eða nálastungur í hend- ur þínar og fætur, og stundum eins og bandi sé vafið um höfuð þitt. Þér kann líka að finnast eins og líkami þinn sé að þrútna og vaxa óskaplega mikið. Ég hefi sjálf oft orðið altekin þeirri tilfinning. Þessar undarlegu tilfinningar eiga þó aldrei að verða svo ákafar, að þær valdi þér þjáningum. Þegar fólk segir við mig: ,,Ó, hvað ég varð einkennileg í hringnum í gærkveldi. Eins og járnböndum væri vafið um höfuð mitt svo að ég ætlaði að hljóða af sársauka og óskaplegar nálastungur voru um mig alla“ — þá grunar mig jafnan, að þessu fólki sé tamt að gera úlfalda úr mý- flugunni og ýkja alla hluti, sem við koma sjálfu því; að þetta fólk vilji vel en hafi þann veikleika, að vilja láta bera á sinni eigin persónu. Ef þú ert sérlega næmur og verður fyrir einhverju mjög óþægilegu, skaltu blátt áfram kasta því af þér með vilja- ákvörðun þinni eða biðja miðilinn, sem stjórnar hringnum, að losa þig við ,,áhrifin“, sem hann mun sennilega gera með strokum. Á öllum þeim mörgu fundum, sem ég sat til að þjálfa mig, varð ég aldrei fyrir neinum óþægindum, hvað þá sársaukafullum áhrifum. Vera má að þú verðir ekki var við nokkur minnstu áhrif mánuðum eða jafnvel árum saman, og að þegar þú ferð að hugsa að þeim hinu megin hafi skjátlast, þú hafir enga sálræna hæfileika, fallir þú skyndilega í algeran trans í fyrsta sinn. Ef þú ert að þjálfa þig fyrir fyrstu eða aðra tegund- ina af transi fer þjálfunin fram á allt annan veg, því að þá byrjar þú ,,starfið“ strax með þvi að reyna að vera í sam- vinnu við stjórnanda þinn frá byrjun. Reyndu að finna réttan hóp af fólki til að sitja með og reyndu að kunna við þig í hópnum, bæði með miðlinum og fundarfólkinu. Taktu þá ákvörðun strax, að leiða allt J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.