Morgunn


Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 25

Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 25
M O R G U N N 21 mönnum og konum. Hann slóst í för með gangandi mönn- um og tók eftir því, að þeir voru af ýmsum þjóðum. Hann þekkti þar marga af þeim kynflokkum, sem hann hafði kynst á sjóferðadögum sínum. Þegar vegurinn fór hækk- andi, upp eftir hæð nokkurri, þá yrti hann á manninn, sem gekk næstur honum: „Hvaða vegur er þetta og hvert ligg- ur hann?“ spurði hann. Maðurinn svaraði: „Þú færð að vita það þegar þú kemur upp á hæðina“. „Nokkrum augna- blikum síðar komumst við upp á hæðina og litum ofan af tindinum. Ég mun aldrei gleyma þessari litauðugu mynd, himneskrar fegurðar“, ritar Campbell yfirhöfuðsmaður. „Gull-brúnt, rautt og rauðgult, virtist fylgja hvað öðru yfir allt sviðið og þegar litirnir blönduðust saman, virtust þeir dreifa hlýju og kærleika yfir okkur öll. Og hressingin, sem það hafði í för með sér, var dásamleg“. Áhrifin, sem þessi sjón hafði á ferðamennina, var eftir- tektarverð. Þeir urðu gagnteknir af fögnuði yfir hinni ein- stöku fegurö þessarar sjónar. En ómælanleiki alls þessa fór að skelfa hann. Dálítið óttasleginn spurði hann félaga sinn: „Hvert stefnir þetta?“ Maðurinn svaraði: „Nú, þetta er dauðinn. Er hann ekki yndislegur? Ef fólkið á jörðunni gerði sér aðeins grein fyrir þessu. Það er það, sem er í raun og veru dautt. En við eigum að fara að lifa“. Orð hans snertu yfirhöfuðsmanninn illa. Hann langaði til kon- unnar sinnar og spurði, hvort hann gæti komizt til jarðar- innar aftur. Maðurinn leit rannsakandi á hann, en með við- kvæmni í augunum, þegar hann svaraði: „Félagi, þú iðrast þess, ef þú gerir það“. „En blessuð konan mín“, sagði Campbell, „ég get ekki skilið svona snögglega við hana,“. Félagi hans leit vorkunnaraugum á hann, áður en hann hélt leiðar sinnar ásamt öllum mannfjöldanum. Yfihöfuðsmaðurinn sneri við, til að fara sömu leið til baka. Hann varð að troðast áfram gegnum mannfjöldann sem virtist endalaus. Bráðum kom hann aftur á mjóa gang- stíginn, sem lá á veginn. Eftir fáar mínútur náði hann garði sjálfs sín. Honum fannst það ekkert skiitið, þó að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.