Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 53
M O R G U N N
49
Ég fór aftur í litla herbergið, sem ég kallaði heimili
mitt, þar sem þessi undarlegi atburður hafði gjörzt. Ég
hefði getað sparað fyrirhöfnina að afklæða mig, því að ég
byltist hvíldarlaus í rúminu fram undir dögun. Ef ég
blundaði augnablik, hrökk ég þegar upp við hræðilega
drauma. Seinast klæddi ég mig þreyttari en ég hafði lagzt
fyrir og fór niður í forsalinn.
Klukkan var sex, en matstofunni var ekki lokið upp fyr
en kl. hálfsjö. Ég settist hjá útvarpstækinu og greip sunnu-
dagsblaðið, sem hafði verið fleygt þar. f sömu svifum kom
herra Palmer, faðir Stellu inn í salinn.
Hann kom þegar auga á mig og gekk hratt til mín.
Hann var fölur og þreytulegur, ein svefnlaus áhyggjunótt
hafði gjörbreytt honum. Ég ætlaði að segja eitthvað, en
vafðist tunga um tönn.
Hann sá, að mér var varnað máls og svaraði mér að
fyrra bragði spurningunni, sem ég kom ekki upp, hægt
og hátíðlega:
,,Já, Edda, þér höfðuð rétt fyrir yður. Ég hefi heyrt
slíkar sögur áður, en ég hef aldrei lagt trúnað á þær . . .
og nú eru þau farin“.
„Farin“, hrópaði ég, „eigið þér við, að þau, sem fóru
í skautaförina, séu öll d-á-i-n?“
„Já“, svaraði hann daufur í bragði. „Þau . . . það var
tilkynnt í útvarpinu kl. 4 í nótt. Það virðast hafa verið á
fei’ð karl og kona hjá Skógavatninu í gær. Þau fundu slóð,
nýlega kveyktan eld og vagn, en sáu engan þar nálægt.
Þau stóðu við góða stund. Það var hér um bil kl. 3, er þau
allt í einu heyrðu hræðilegt óp og síðan fleiri, þau héldu sjö
í allt.
Þau röktu slóðina hér um bil hálfa mílu og komu að
stórri vök og réðu af því, að einhverjir hefðu di’ukknað.
Þau réðu af að fara til næstu símastöðvar og tilkynna
fund sinn í útvarpið. Þegar þau voru að fara af stað, rakst
konan á pyngju Dollyar og í henni var nafnspjald hennar
°g einnig áttaviti. Þau flýttu sér til stöðvarinnar og var
4