Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 98
94
MORGUNN
verður gévinlega hált, og það er greinarhöf. fyllilega ljóst.
Þessvegna er hann á réttri leið og á að einhverju veruiegu
leyti samleið með þeim nútímamönnum ensku kirkjunnar,
sem getur í greininni „Framtíð trúarinnar" fyrr hér i
ritinu. Kirkjulegu málgögnin gera ekki lítið að því, að
minnast séra Matthíasar lofsamlega,
„ÖLLUM ALLT“. en af þeim hressandi og djarfa um-
bótaanda, sem var yfir skrifum hans
um kirkjuna á sinni tíð, eru þau fátæk. Þó mundi spá-
mannleg rödd hans sízt vera hljóð, væri hann uppi með-
al vor nú. Páll postuli vildi vera „öllum allt“, Gyðingum
Gyðingur og Grikkjum Grikki. Afburðamanninum er þetta
óhætt, en þeim, sem afburðahæfileika skortir en ætla sér
slíkt afrek, hættir til þess, að verða í reyndinni ekki „öll-
um allt“ heldur „engum neitt“. Kirkjan verður að vita,
hvað hún vill, og halda því hiklaust fram, ef menn eiga
að taka mark á henni. Frjálslyndir menn, sem er alvara,
láta ekki bjóða sér neitt dufl við afturhaldið. Og afturhalds-
mennirnir innan trúmálanna hugsa flestir svo Ijóst um
málin, að þeir láta ekki blekkjast. Þeir vita fullvel að
hverju þeir stefna, og það er sízt sagt þeim til hnjóðs. En
hinum, sem „friðarins vegna“ iðka þá list að skjóta sér
á bak við tvíræð orð og halda sig geta leyst málin þannig,
mætti benda á þá staðreynd, að leiðin verður stundum
raunalega stutt ofan frá því, að vilja „ávinna alla“ og allt:
niður í það, að „ávinna engan“.
♦