Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 23
M O R G U N N
19
Þegar hann talaði fyrst í hringnum. Hann kom aftur eins
og hann fór héðan o_g notaði lélegt hrognamál og ijót orð,
sem tíðkuðust í umhverfi hans heima fyrir. En einn dag
sagði hann við lafði Caillard: „Frú, ég ætla að hætta að
blóta. Ég geng núna í skóla og þeir segja, að ég megi ekki
blóta. Mér líður vel núna. Ég er guðsfeginn, að ég er „dauð-
ur“. Engum þótti vænt um mig áður. En þeir eru svo aga-
lega góðir við mig hérna. Vitið þið að ég er með flibba og
hálsbindi núna? Heyrið þér, frú, því eru þeir svona góðir
við mig hérna?“
Honum var svai’að: „Af því að þér þótti svo vænt um
spörfuglana þína hérna megin og kærleikurinn er alls góðs
maklegur. Nú fær þú allan þann kærleika, sem átti að falla
þér í skaut á jörðunni."
Jimmy fór mikið og fljótt fram í andaheiminum. Hann
var ágætur stjórnandi, nærri því frá fyrstu byrjun. Þegar
maðurinn minn kom á fyrsta raddmiðilsfund í hringnum
hjá lafði Caillard, þá sagði „Jimmy spör“ frá þeirri fyrir-
ætlun sinni, að tala á raddmiðiisfundi í hringnum hans,
næst þegar hann kæmi saman. „Látni“ drengurinn sagðist
ætla að reyna að sanna, að hann væri sá, sem hann segðist
vera. Þegar fundurinn okkar var haldinn, nokkru síðar,
var miðlinum ekki sagt á undan frá heimsókn manns-
ins míns í hring lafði Cailiards.
Rétt eftir að miðillinn var fallinn í dásvefn, heyrðist
rödd Lundúnadrengs í gegnum lúðurinn. „Það er Jimmy“,
var sagt. „Hvaða Jimmy?“ spurðum við. „Hver skollinn!11
var svarað, til sönnunar því, að litli drengurinn hefði hald-
ið orð sín. Með vanalegri drengjafyndni gerði hann athuga-
semdir við herbergið, húsgögnin og ýmsa aðra hluti. Hann
talaði um blessaða spörfulgana sina og hvað hamingjusam-
ur hann væri yfir þvi, að þeir hefðu fengið þarfir sínar
oppfylltar. Loksins tilkynnti hann: „Nú ætla ég að fara, því
að ég er orðinn móður“.
Daginn eftir kom hann fram hjá raddmiðlinum Louisu
Bolt og sagði lafði CaiIIard, að hann hefði efnt loforð sitt