Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 10
6
M O R G U N N
birzt »neð þeim hætti, sem hann gerði, til þess að sanna
efagjörnum og hugföllnum vinum, að hann lifði, þótt lík-
aminn væri dáinn, væri enginn kristindómur til'nú í dag.
Það bjarg, sem kirkjan var byggð á fyrir 19 öldum, var
ekki trúin, sem meistari hennar hafði kennt, heldur þekk-
ingin, sem hann flutti þeim framliðinn, og sannaði þeim
svo, að af tók öll tvímæli, að hann lifði þótt látinn væri,
og að heimurinn handan við gröf og dauða væri veruleik-
ur en ekki hugsmíð og blekking.
Hverju er mögulegt að trúa? Um það virðist flest vera
mjög á reiki. Um það virðist meira ráða ,,temperament“
manna, skapferli þeirra, en vitsmunir þeirra og rökræn
hugsun, svo að einum verður eðlilegt og auðvelt að trúa
því, sem öðrum er ókleift að trúa. En grundvöllur allrar
þekkingar vorrar hlýtur óhjákvæmilega að vera sá, að
oss sé óhætt að treysta skilningarvitum vorum, sjón vorri,
heyrn og snertingu. Páskafögnuður þeirra manna, sem
urðu það bjarg, er hinn upprisni drottinn byggði kirkju
sína á, var ekki grundvallaður á neinni óljósri trú, í hinm
almennu merkingu þess orðs, heldur á þeirri sjálfsögðu
athöfn jarðnesks mann, að treysta því, sem hann heyrir,
sér og þreifar á.
Af einum ummælum Krists í Jóhannesarguðspjalli verð-
ur engan veginn annað ráðið en það, að hann hefi ætlazt til
þess, að hin ytri, sálrænu fyrirbrigði ættu að yngjast upp
með sérhverri kristinni kynslóð, og að verkanir andans
ættu að vera það síunga bjarg, sem alda efasemdanna
brotnaði á, en svo sem saga kirkjunnar sýnir, fór þetta
mjög á annan veg. Verkanir andans hurfu að mestu úr
kirkjunni, og kennisetningarnar komu í þeirra stað, en að
sama skapi sem kraptur andans þvarr og ,,dogmunum“
fjölgaði, og kirkjan fór að heimta trú á þau fyrirbrigði, sem
hún gat í byrjuninni sannað og sýnt, fölnaði páskafögn-
uðurinn, páskadagurinn var ekki lengur það, sem hann
áður var.
Meðan páskatrú kristninnar var enn studd táknum og