Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 27
M O R G U N N
23
sem rituð hefur verið, um lífið fyrir handan. „Out of the
Body“, sem er nýkomin út, er merkilegt rit, vegna þess, að
höfundurinn gerir sér far um, að sýna fram á það í formál-
anum, að hann og dóttir hans, sem hjálpaði honum til að
skrifa bókina, hafi „ekkert samband við yfirnáttúrlega
hluti, andatrú eða sálarrannsóknir“. John Oxenham var
rétttrúnaðarmaður í skoðunum og formáli hans ber það
með sér, að hanri hafði enga persónulega þekkingu á fyrir-
brigðum miðilsfundanna. Samt sem áður styður dulræn
reynsla hans líkurnar fyrir framhaldslífi. Hún er að öllu
leyti í samræmi við þær lýsingar á andaheiminum, sem
sýnilega honum óafvitandi hafa komið fram hjá miðlunum
í næstum því heila öld. John Oxenham kallar hina dul-
rænu reynslu sína „draum“, samt talar hann um þessa bók
sína, sem fullkomnun starfs síns hér á jörðunni. Hann
barðist í raun og veru við dauðann sjálfan, til að geta lokið
við „Out of the Body“.
Hið sálræna æfintýri hans byrjaði þegar hann lá alvar-
lega veikur. Sprengikúla, sem kom niður rétt hjá húsinu,
skók það frá grunni. Loftþrýstingurinn af sprengingunni
hafði einkennileg áhrif á sjúklinginn. 1 næstu 15 mínútur
var sálarlíkami hans laus við hinn sjúka, jarðneska hjúp.
Laus við allar líkamlegar tálmanir, fékk hann að lifa ævin-
týri á öðru sviði, en hinu jarðneska. Ævintýri þetta stóð
lengi í andaheiminum, en samt sem áður, hafði úrið hans
aðeins gengið 15 mínútur, meðan allt þetta merkilega ævin-
týri stóð yfir.
Nóttina, sem sprengikúlan féll, hafði sjúklingurinn legið
í rúmi sínu og verið að reyna að sofna. Dauðþreyttur taldi
hann tímana, sem þurftu að líða þangað til leyft var að
taka myrkvunarhlerana frá og hann gæti aftur heilsað dög-
uninni. Hann tók eftir því, að visarnir á úrinu á nátt-
borðinu hans vísuðu á þjú eftir miðnætti. „Og þá“ — ritar
hann — „hyrðist hvínandi hávaði fyrir utan húsið og
gríðarleg sprenging — Og ég vissi, að endalokin voru kom-
inn, og ég var kominn yfirum á einu augnabliki, eins og