Morgunn - 01.06.1944, Page 44
40
M O R G U N N
Hann varð samt ekki hræddur, var laus við myrkfælni og
var kjarkmikill maður. Datt honum í hug, að einhver væri
á gangi, sem farið hefði í Vesturloftið, en ætlaði sér svo
að koma til hans. Lá hann því vakandi um hríð og beið
komumanns. Þá virtist honum, sem eitthvað kæmi frá
uppgöngunni, liði hægt fyrir herbergisdyrnar og stanzaði
þar. Hvað það var, gat hann eigi séð, því að bæði var
skuggsýnt orðið og svo tók þetta sig ógjörla út. Kom
Bjarna í hug, að þetta væri missýning, er kynni að mynd-
ast af skímu þeirri, sem á þilvegginn brá frá herbergis-
glugganum um opnar dyrnar. Horfði hann á þetta um
hríð, en gat ekki gert sér grein fyrir, hvað þetta var. Vill
hann þá ganga úr skugga um það, rís á fætur, án þess að
líta eftir því, og gengur fram að dyrunum. Er þá sem
þetta hverfi lengra vestur í ganginn. Læsir hann svo aftur
og kippir svo í hurðina, til þess að fullvissa sig um, að
tryggilega sé læst. Gengur hann svo að rekkjunni aftur,
tekur eldspítur og kveikir, til að geta séð á klukkuna, og
var hún tólf, eða því næst. Leggst hann nú niður en
syfjar ekki og liggur vakandi svo sem fjórðung stundar.
Þá hrekkur hurðin upp í annað sinn. Og nú líða svo sem
4—5 mínútur, er hann sá enga nýlundu. En svo sér hann
að þetta sama kemur eins og vestan úr ganginum og stað-
næmist fyrir herbergisdyrunum, eins og í fyrra sinnið.
Hugsar Bjarni nú með sér, að eigi skuli hann láta neitt á
sér bera, en liggja kyrr og virða þetta sem bezt fyrir sér,
því nú gerðist hann forvitinn, en fann ekki til ótta. Horfði
hann stöðugt á þetta og var sem sjónin skýrðist heldur,
án þess að bjartara yrði. Þykir honum nú, sem þar móti
fyrir mannsmynd, er virtist dökkklædd að neðanverðu og
þó sem hvítir blettir á hnjánum. Að ofan verðu sýndist
myndin hafa ljósleitari búning, en þar sást hún daufar og
ekki mótaði fyrir höfðinu. Gætir Bjarni þess, að líta eigi af
þessu og var hreyfingarlaus, til þess að ónáða það ekki.
Eftir nokkurn tíma birti af norðurljósum um stund. Þá sá
Bjarni glöggt, að maður stóð í dyrunum. Sá var í dökk-