Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 5

Morgunn - 01.12.1956, Side 5
M ORGUNN 83 nokkur öðru landi, og oft sjást þess dæmi í málgögnum sjálfrar biskupakirkjunnar, að prestar hennar sumir hafa samúð með spíritismanum og hafa mikið af honum lært. Brezkar ^jósasta dæmið er hin nýju samtök brezkra útfarir. kirkjumanna um að kynna sér sálarrannsókna- málið og spíritismann, þótt í þeim samtökum séu einnig prestar utan ríkiskirkjunnar brezku. 1 vikublaði biskupakirkjunnar, Church of England Newspaper, ritar sóknarprestur nokkur, J. Pearche-Higgins, 31. ág. s.l. skörulega grein um prestana og syrgjendur. Honum þykir helgisiðaform brezku ríkiskirkjunnar alltof þröngt og ekki gefa prestunum tækifæri til að hugga syrgjendurna með orðum frá eigin brjósti eða ritningarorðum, sem þeir megi velja sjálfir. Honum þykir sem vafasöm huggun sé nú- tímasyrgjendum í sumum þeim sálmum Davíðs, sem lesnir eru við útfarir þar í landi. Og hann er ekkert myrkur í niáli. Sjálfur segist hann stöðugt hvetja þá, sem syrgja ástvini til þess að biðja fyrir hinum látnu og segja þeim þá sannfæring sína, að einnig hinir látnu muni biðja fyrir jarðnesku vinunum. Hann heldur áfram og segir, að út- fararathöfnin sé alls ekki eingöngu fyrir syrgjendurna, ^ _ heldur einnig fyrir hinn framliðna. Hann bá íátnu ber skyggnireynslu manna fyrir þvi og segir: „Skyggnt fólk hefir nokkurum sinn- um sagt mér frá því, að það hafi séð hinn látna sjálfan við útför sína, og ekki aðeins manninn, sem verið var að jarðsyngja í bálstofukapellunni, heldur einnig konuna hans, sem látin var fáum mánuðum á undan honum. Þótt ég sé ekki sjálfur gæddur þessum sálrænu gáfum, hefir það oft borið við, þegar ég er að flytja lokablessunina við kistuna og segi: „Farið í friði, megi Guð í miskun sinni veita yður huggun-------“, að mér finnst ég ekki vera að Segja þessi orð eingöngu við syrgjendurna, heldur einnig við þann, sem látinn er. Sumir þeirra kunna að geta feng- ið hjálp, sem þeim er nauðsynleg, frá útfararathöfninni sjálfri til að átta sig á nýjum og óvæntum aðstæðum hins

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.