Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Síða 29

Morgunn - 01.12.1956, Síða 29
MORGUNN 107 urðu að þeirri jörð og þeim mannheimi, sem vér byggjum nú og elskum. Guð nýtur enn ekki hvíldar frá sköpunar- starfinu. Hinn mikli sabbatsdagur hans, hvíldardagur, er ókominn enn. Guð vinnur ekki fyrir oss þau verk, sem hann ætlar oss að vinna. Hann starfar allt til þessa, eins °g höfundur Jóhannesarguðspjalls segir, starfar að því að knýja oss mennina áfram, veita oss innblástur og leiðsögn, svo að vér getum skilið og leyst vandamál samfélagsins, °g draumur hans um oss geti orðið að veruleika. Vitandi vits vil ég sízt gera lítið úr þjáningunni, sem margir bera. Ég held að prestunum geti hætt til þess og öðrum þeim, sem oft eru vottar að böli annarra. En sá er eldur heitastur, er á sjálfum brennur. Enginn veit, hve hrafan getur verið ströng, fyrr en krafizt er af honum sjálfum. Þó er ég viss um, að það er svo um þá, sem tíð- um standa andspænis þjáningum hins saklausa, sjá t. d. barnið liggja varnarlaust á kvalabeði, að þeir geta að verulegu leyti skilið hina, sem í þeim þungu sporum standa °g mögla gegn Guði og gera uppreisn gegn honum í hjarta sínu, þögula uppreisn, þegar varirnar eru hljóðar. En setj- llm oss annað fyrir sjónir: Hver getur vegið eða mælt það magn þjáninganna, sem þá yrði upprætt ef menn legðust ahir á eitt með að nota þau vopn gegn þjáningunni, sem Guð hefir fengið oss í hendur? En meðan vér vanrækjum það, meðan vér höldum áfram sjálf að virða að vettugi lögmál samfélagsins og baka ófæddum kynslóðum böl, ^neðan vér högum oss þannig höfum vér ekkert leyfi til að ásaka skaparann eða mögla gegn því að saklausir þurfi að þjást. Meðan vér höldum áfram á þeim vegi sjálf að sá fræj- Um bölvunarinnar, megum vér ekki undrast að Guð vitji misgjörða feðranna á börnunum í þriðja og fjórða lið. Erum vér þess vanmegnug með öllu, að breyta örlaga- yasinni í þessum efnum? Lærðir og ábyrgir vísindamenn 1 Vesturheimi staðhæfa, að ef þeir aðeins fengju nægilega íjármuni til umráða, mundu þeir innan skamms finna ráð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.