Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Page 41

Morgunn - 01.12.1956, Page 41
MORGUNN 119 endilega frá miðilsins hendi, ef hann er transmiðill og fellur í meðvitundarlausan svefn, heldur hjá oss hinum, sem með fundina förum. Ég held, að þeir tímar muni koma, að enginn fái að stjórna slíkum tilraunum, eða slík- um fundum, fyrr en hann hefir lokið ákveðnu námi, eink- um í sálfræði. Ég held að þeir tímar komi, og þá verður málefnið allt miklum mun betur á vegi statt gagnvart nei- kvæðum mönnum en nú er. Hitt tel ég yfir allan efa hafið, að fyrirbrigði, eins og þau, sem sannfærðu hinn ágæta frumherja, hæstaréltar- dómarann Edmonds, muni halda áfram að sannfæra hugs- andi og sannleikselska menn, og muni þola hverja þá gagn- rýni, sem þau verða með sanngirni beitt. J. A. ★ Góðvildarleysið Hver er afsökunin fyrir helmingnum af góðvildarleysinu í heiminum? Hver er orsökin til mestrar hryggðarinnar? Ekki skortur á auðæfum þessa heims, heldur skortur á kærleiksríkri Imgsun. Þið hugsið ekki; þið gleymið. Þið vanrækið, af því að bið hugsið ekki. Þið lofið kærleikanum, sem með ykkur býr, að kólna. Kærleikurinn deyr, þegar þið hugsið aldrei um þann, sem Þið elskið. Fyrir því skuluð þið hugsa um þá alla. Ef þið getið ekkert annað gert, þá hugsið um þá með ástúð; því að kærleiksrik vin- arhugsun er engill, sendur frá guði til þess að flytja sálunni blessun. „Bréf frá Júlíu“.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.