Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 48

Morgunn - 01.12.1956, Side 48
126 MORGUNN kraftaverk vegna vantrúar þeirra“, segir guðspjallamað- urinn. Hvernig sem sambandsþráðunum er háttað, eru þeir viðkvæmir. Þórólfur Mostrarskegg mælti svo fyrir, að til Helgafells skyldi enginn óþveginn líta. Ekki er jeg alveg viss um að þessi fyrirmæli hafi verið hégilja ein. En hvað sem því líður, hefir það verið sagt, að á miðilsfundi skyldu menn koma þvegnir og í hreinum fatnaði. Og að gera svo, er að minnsta kosti sómasamlegt. Ávallt skyldi sungið meðan miðillinn er að falla í dá- svefninn, og hjá Einari Kvaran var áherzla á það lögð, að þá tækju allir undir, þeir er í hringnum sátu; jafnvel þeir, er ekki höfðu söngrödd, urðu að raula með. Hér hefir ætíð tíðkast, að það væru sálmar sem sungnir voru („Drottinn vakir", „Þín náðin, drottinn“, „Víst ertu, Jesú“, osfrv.), og ekki veit ég að önnur lög séu hentari en sálmalög, en vera má að um það skifti ekki miklu máli. Æskilegt er að sem sjaldnast sé reykt í því herbergi, er til fundanna er notað, og vitaskuld ekki svo að tóbaks- reykur sé þar þegar fundur hefst. Við áfengi þarf von- andi ekki að vara. Undir áhrifum áfengis mundi engum vitibornum manni koma til hugar að fara á miðilsfund. „Á landamerkjum lífs og dauða leikur enginn sér“. Minnumst þess, að léttúð á ekki við þar sem um sam- band við aðra veröld er að ræða. Sn. J.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.