Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Page 52

Morgunn - 01.12.1956, Page 52
130 MORGUNN ferð minni. En þau var ég búinn að sjá margsinnis áður, þótt ég kannaðist ekki við þau um nóttina. 1 lága húsinu eru verzlanirnar Litla Tóbaksbúðin og Veiðimaðurinn. Datt mér nú í hug, að réttast væri að fylgja næturslóð minni og fór fyrst inn í Veiðimanninn. Þar þekkti ég óðara búðarmanninn frá því um nóttina. Fóru orðaskipti okkar nákvæmlega eins og í draumi mínum . Þegar ég kom út, fór ég nákvæmlega eins og í drauminum norður fyrir húsið. Varð þar fyrir mér lítil búð. Þar hitti ég sömu stúlkuna og í drauminum. Urðu orðaskipti okkar ná- kvæmlega þau sömu og um nóttina. Ég lagði nú leið mína út í Austurstræti. Þegar ég kem að verzlun Jacobsens, sýnist mér margt í gluggum þar til- heyrandi jólum. Fer ég þar inn og spyr eftir kertaklemm- um. Eftir nokkra leit fundust rúmlega 20, og fékk ég þar það, sem ég þarfnaðist. Samt sem áður þótti mér að fróðlegt myndi að grennsl- ast eftir klemmunum í Ritfangaverzlun ísafoldar. Kom þá í ljós, að þar var örlítið til af þeim. Fór ég þvínæst í verzlunina K. Einarsson & Björnsson. Eftir allmikla leit fundust einnig þar nokkrar klemmur í ruslakassa uppi á lofti. Þar með var kertaklemmu-leiðangrinum lokið. Rvík, 23. des. 1950. GuSmundur Stefánsson. Guðmundur Stefánsson, Mánagötu 14, Reykjavik, var mesti greindarmaður og merkur í athöfn og orði. Hann andaðist 9. nóv. 1952. Frásögur hnns hafa legið of lengi með öðrum óprentuðum plöggum MORGUNS. — Ritstj. J

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.