Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Page 55

Morgunn - 01.12.1956, Page 55
MORGUNN 133 Úr bók hans, Kenningar Andanna, eru teknir kaflar þeir, sem fara hér á eftir og gefa nokkra hugmynd um innihald þeirrar bókar. Rétt er að benda lesendum á, að nú eru liðin um það bil 85 ár, síðan bókin var rituð, og var margt í henni æði nýstárlegt þá, þótt nú þyki eðlilegt, eins og t. d. það, sem skrifað var um refsingar og fangelsi. Ýmsar þær kenningar og hugsjónir, sem koma fram í bók- inni, vöktu undrun manna og athygli þá, en þykja nú sjálf- sagðar. ★ Fylgdarandinn Þegar fylgdarandinn kom, ávarpaði liann mig með einkar- yndislegri, sterkri rödd; sú rödd hafði i sér fólgið traust á hin- Um ósýnilega guði. Og titringur fór uin mig alla, þegar ég heyrði hana. Mér fannst ég kannast við hana. Og það var ekkert undar- legt ,því að fylgdarandinn liafði oft verið með mér í jarðnesku lífi mínu, þó að ég sæi hann aldrei. Ég kannaðist við hann sem gamlan part af sjálfri mér, og þess vegna fannst mér fyrst þetta vera kvenmaður. Hann sagði við mig: „komdu!“ Og ég hikaði ekki við það. Það var eins og ég léti eðlilega undan því, sem mér fannst vera boð samvizku minnar. Svona er þessu oft farið. Við höfum öll okkar fylgdaranda. „Bréf frá Júlíu".

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.