Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Page 58

Morgunn - 01.12.1956, Page 58
136 MORGUNN þyturinn af baráttu, sem verður löng og hörð. Þessi bar- átta kemur alltaf upp öðru hvoru. Ef þú gætir lesið mann- kynssöguna líkt og við lesum hana í andaheiminum, myndir þú sjá, að á vissum tímabilum berjast illt og gott. Stund- um hafa óþroskaðir andar yfirtökin. Slík tímabil koma venjulega eftir hinar stóru styrjaldir ykkar á jörðunni. Þá hverfa svo margar sálir of snemma úr jarðneska lík- amanum. Þá deyja menn óviðbúnir dauðanum, og á dán- araugnablikinu eru þeir í æstu skapi, fullir af reiði, blóð- þorsta og illum ástríðum. Eftir dauðann valda þeir miklu og víðtæku tjóni. Fyrir sálina getur ekkert verið skað- legra en að vera hrundið með ofbeldi úr líkamshjúpnum og inn í andaheiminn í hefndarhug og með illum girndum. Það er slæmt að vera rifinn frá jarðlífinu fyrr en þráður- inn slitnar með eðlilegum hætti. Hverskonar tortíming líkamans er þessvegna heimskuleg og ruddaleg. Ruddaleg vegna þess að hún sýnir siðlausan þekkingarskort á lífs- skilyrðunum hinum megin grafarinnar, og heimskuleg vegna þess, að með þessu er verið að leysa óþroskaðan og illan anda úr fjötrum og gefa honum aukinn mátt til að valda tjóni. Þið eruð blindingjar í meðferð ykkar á þeim, sem hafa brotið lögin á jörðunni og fyrirskrifaðar siðgæðisreglur ykkar. Fyrir ykkur verður einhver óþroskuð mannvera, sem hefir gerzt brotleg gegn siðgæði ykkar og siðareglum. Og óðara farið þið skemmstu leiðina og aukið mátt þessa vesalings til að gjöra illt. 1 stað þess að vernda hann fyrir illum áhrifum, fjarlægja hann hverri snerting við synd og óhreinleika og ala hann upp við áhrif hreinleika og and- legleika, svo að æðri vitsmunaverur geti smám saman unn- ið gegn hinu illa, sem á hann leitar, já, í stað þessa færið þið hann í fangelsi og komið honum í samfélag við glæpa- menn, sem standa á líku stigi og hann, þar sem hópar af lágum, vanþroskuðum öndum leita að koma og allt and- rúmsloftið er eitrað, bæði af mönnum og lágum öndum. Hve hryllileg skammsýni, hve óskaplegt hugsunarleysi!

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.